Bakaður saltfiskur er fiskréttur sem óhætt er að bjóða gestum í eða bara hafa til hátíðarbrigða á sunnudögum. Lífið er saltfiskur er haft eftir Nóbelskáldinu okkar og áður fyrr var víðs fjarri að saltfiskur væti nefndur í sama orðinu og hátíð en eins og svo margt annað hefur sköpunargleði okkar gert að verkum að þetta eðalhráefni er nú notað sem hráefni í hátíðarmat. Hér er uppskrift sem sannar að svo geti verið.
Uppskrift fyrir 4-6
6-700 g saltfiskhnakkar, skornir í þunnar sneiðar
2-3 laukar, sneiddir
6-8 hvítlauksgeirar, sneiddir
2 paprikur, gul og rauð, sneiddar
nýmalaður pipar
1 dl ólífuolía
1/2 dl vatn
Hitið ofninn í 165 gráður. Setjið saltvisk, lauk og hvítlauk lagskipt í eldfast form og leggið paprikurnar efst. Malið piparinn ofan á og hellið olíu og vatni þar yfir. Bakið í 50-60 mínútur og berið fram með góðu brauði eða smáum soðnum kartöflum.