Grillaður lax og jarðarberjamauk

Laxveiðimenn hafa nú borið matinn heim í hús í mismiklum mæli en þá er gott að geta gripið til góðra uppskrifta. Laxinn er jú eitt af því hollasta sem við getum látið ofan í okkur, í svokallaða ofurfæðisflokknum. Hér er ein ómótstæðileg aðferð við að gera þetta lostæti að mesta veislumat. Verði ykkur að góðu.

Kryddlögur:

2 msk. hunang

1 msk dijon sinnep

2 msk. sojasósa

salt og pipar

1 kg lax, roð og beinlaus, skorinn í fallega bita

Blandið kryddleginum saman og hellt yfir laxinn. Allt geymt í kæli í eina klukkustund. Strjúkið það mesta af laxinum og grillið á vel heitu grilli í 1-2 mínútur, báðum megin. Berið t.d. fram með grilluðum vorlauk, bökuðum kartöflum og jarðarberjamauki.

 

Jarðarberjamauk:

2 dl. jarðarber, skorin í bita

1/2 rauðlaukur, smátt saxaður

1 tsk. tímían

2 msk. balsamedik

pipar og salt eftir smekk

Allt sett í skál og blandað vel saman og látið vera í ísskáp í minnst klst. áður en maukið er borið fram.

Ritstjórn ágúst 6, 2021 10:48