,,Vandamálið við ,,nýjustu“ upplýsingar um bestu líkamsræktina er að þær breytast stöðugt,“ segja Westcott og Beachle í núyútkominni bók sinni. Nýjar rannsóknir, straumar og stefnur senda okkur í áttir sem við teljum umsvifalaust að sé svarið við öllum okkar líkamsræktarvanda. Það getur verið of mikil magafita, mjúk læri eða hangandi handleggir, allt þetta ergir konur ósegjanlega mikið, svo mjög þær eru auðvelt skotmark fyrir alls konar vörur til sölu. En niðurstaðan hlýtur alltaf að vera sú að ef við getum komið æfingunum inn í daglegt líf okkar þá næst besti árangur.
Auðvitað er auðveldara að kaupa bara stærri föt þegar þau gömlu eru orðin þröng frekar en að reyna að ráða í allar fullyrðingarnar sem hamra á okkur daglega. En við vitum að það er ekki leiðin.
Nokkur skotheld ráð
Hér eru sannreyndar staðreyndir úr bókinni ,,Strength Training Past 50“ eftir Wayne Westcott og Thomas R. Beachle.
Vöðvarýrnun
Náttúran útbýr okkur þannig að við missum 2-5 kíló af vöðvamassa á tíu ára tímabili eftir að við náum 50 ára aldri. 80% allra, bæði kvenna og karla yfir 50 hafa of lítinn vöðvastyrk og of mikla fitu á líkama sínum! Þetta eru vondar fréttir.
Vöðvar eru mikilvægir fyrir efnaskiptin
Vöðvar halda efnaskiptum okkar í jafnvægi þar sem við brennum fleiri hitaeiningum við notkun þeirra en í hvíld. Án styrktarþjálfunar má búast við 3% hægari efnaskiptum á áratug en það veldur um 5 – 7 kílóa þyngdaraukningu á áratug. Hljómar þetta kunnuglega?
Afturkræfar breytingar
Og hér eru góðu fréttirnar: Við getum snúið þessari þróun við með jafnvel lágmarks styrktarþjálfun. Við getum byrjað í dag að auka við efnaskiptin í líkamanum, sterkari vöðva og betra lífi. Með þetta í huga eru uppáhaldsreglur til að fara eftir til að ná sem mestum árangri byggðar á mistökunum sem ég sé fólk oftast gera,“ segir Wayne Westcot.
Notið viðnám við æfingar
Ef leitast er við að fá sýnilega vöðva er nauðsynlegt að byggja þá upp. Fita utan á líkamanum verður aldrei falleg, svo nauðsynlegt er að þjálfa vöðvana þar til maður er ánægður. Það gerir maður með því að ögra þeim umfram venjulega daglega áreynslu. Komið æfingunum inn í daglegar athafnir og ýkið þær athafnir svolítið. Einfalt er að ganga stigana til dæmis frekar en taka lyftuna.
Hljómar fáránlega, ekki satt?
Ef maður notar of létta þyngd við æfingar getur maður haldið áfram að eilífu án þess að sjá nokkurn árangur. Á þann hátt mun maður þreytast vöðvaþreytu og getur fundið fyrir mjólkursýru brenna, en slíkur vöðvi mun ekki örvast nógu mikið til að mótast.
Aðalatriðið er að velja þyngd sem gerir manni kleift að endurtaka æfinguna 12-15 sinnum þar sem síðustu þrjár eru erfiðar, og bæta svo við eins og maður getur.
Athugið að þegar byrjað er að stunda mótstöðuþjálfun mun styrkurinn aukast hratt í byrjun, en það mun að lokum jafnast út og hæg aukning tekur við.
(Þýðing af vef Sixty and me)