Lífræn matvæli í stað erfðabreyttra

Það er vandlifað í þessum heimi og margt af því sem fólk borðar dags daglega er ekki sérlega hollt. Krabbameinstilfellum í heiminum fer fjölgandi. Það eru nokkrar fæðutegundir sem eru taldar geta ýtt undir myndun krabbameins og fólk ætti að neyta í hófi. Þetta kemur fram á vefnum aarp.org

Ólífrænt ræktaðir ávextir. Við framleiðslu ólífrænna ávaxta er notað mikið af skordýraeitri og eitrið verður seint talið hollt fyrir líkamann. Lífrænt ræktaðir ávextir eru miklu hollari.

inn í greinÖrbylgjupopp. Popp getur verið gott snarl sér í lagi fyrir þá sem eru að reyna að neyta færri hitaeininga. Örbylgjupopp er þó ekki mjög hollt. Pokarnir sem poppið er í  innihalda  perfluorooctanoicsýru en hún er talin auka líkur á krabbameini í  lifur, blöðru, eistum, nýrum og í brisi. Poppið er auk þess poppað í olíu úr erfðabreyttum sojabaunum sem innihalda rotvarnarefni. Þessi aukaefni geta valdið kvillum í maga og geta aukið líkur á krabba.

Unnar kjötvörur. Það er svolítið erfitt að dæma  unnar kjötvörur, því undir þennan flokk falla margskonar vörur svo sem pylsur og beikon. Það má þó segja að  til að halda unnum kjötvörum ferskum og vel útlítandi eru notuð efni eins og natríum nítrít og natríum nítrati, sem geta aukið líkur á krabbameini í ristli.

Gos. Það er mikið af litar-, bragðefnum, sykri og ýmsum öðrum efnum sem eru óholl  í gosdrykkjum og sumt af því sem notað er við framleiðslu gosdrykkja er talið heilsuspillandi.

Hvítt hveiti finnst í fjölmörgum matvörum. Hveitið er hvítt vegna þess að það er bleikt með klór sem eyðir öllum næringarefnum. Það segir sig sjálft að klórneysla er ekkert sérstaklega holl.

Hert feiti og matarolía meðhöndluð með vetni. Varist herta feiti og ýmsar jurtaolíur sem unnar eru úr plöntum með leysiefnum. Við framleiðsluna eru líka notuð ýmis efni til að breyta bragði og lykt.

Kartöfluflögur eru baðaðar í transfitu. Flestar tegundir af flögum  innihalda litar- og bragðefni sem og mismunandi rotvarnarefnum til að halda þeim ferskum. Þessi efni geta valdið ýmsum kvillum.olíur

Diet- eða fituskertur matur. Allt sem er merkt sem „fituskert mataræði“ inniheldur önnur efni, efni sem geta valdið mikilli óhollustu, eins og aspartam, litar-,bragð- og rotvarnarefni. Öll eru þessi efni þekkt fyrir að vera krabbameinsvaldandi. Borðaðu frekar fersk lífræn matvæli.

Ritstjórn mars 10, 2015 14:18