Við erum með augabrúnir til að koma í veg fyrir að sviti, rigningarvatn og rusl fari í augun. Á venjulegri manneskju eru um 250 hár í hvorri augabrún en þau geta verið fjórum til fimm sinnum fleiri á þeim sem eru með loðnar brúnir.
Líftíminn er fjórir mánuðir
Að jafnaði er líftími augabrúna um fjórir mánuðir. Það segir okkur að fyrir hvert hár sem dettur af tekur fjóra mánuði fyrir nýtt að vaxa. Fallegar augabrúnir eru prýði á hverri manneskju. Augnabrúnatíska er þó breytileg eftir tímabilum. Flestum fer best að vera með náttúrulegar brúnir en auðvitað má snyrta og skerpa aðeins á þeim.
Litur eða tattoo
Augabrúnirnar þynnast með aldrinum. Margar konur hafa plokkað og vaxað brúnirnar of oft í gegnum tíðina, hársekkirnir eyðileggjast smám saman og brúnirnar verða þynnri og þynnri. Það er hægt að tattoovera augabrúnir ef þær eru alveg farnar eða ef það þarf að fylla upp í eyður í brúnunum. Margir veigra sér þó við slíkum aðgerðum. Sem betur fer er hægt að gera ótrúlega hluti fyrir þunnar brúnir með góðum lit og burstum eins og sjá má á myndbandinu hér fyrir neðan.