Sanseraðir augnskuggar ekki fyrir þroskaðar konur

Mér finnst að það ætti að vera „bann“ við því að þroskaðar konur noti mikla sanseraða augnskugga, segir Ragna Fossberg förðunarmeistari, en hún hefur að undanförnu gefið lesendum Lifðu núna, ráðleggingar um snyrtingu og förðun. Hún segir að augnskugginn setjist í hrukkur og eldri húð þoli það ekki.

Ekki setja augnskugga á með fingrinum

Hún segir pastel liti og náttúrulega liti besta í augnskuggunum, sérstaklega ef þeir eru mattir.  Eitt eigi aldrei að gera, en það er að setja augnskuggann á með fingrinum, því það eyðileggi augnskuggann.

Þegar augnskuggi brotnar

En hvað skal gera ef kökuaugnskuggi brotnar?  Þá á að taka mjúkan hníf eða litla skeið og stappa augnskuggann niður í botninn á boxinu sem hann var í.  Hann verður þannig að dufti og þá er hellt yfir hann spritti þannig að hann blotni vel og pressað saman.  Síðan er boxið látið standa opið þar til hann þornar.  Þannig er augnskugginn steyptur aftur og það sama sé hægt að gera með púður í dós ef kakan brotnar.

Ragna Fossberg er margverðlaunaður förðunarmeistari

 

 

Ritstjórn apríl 19, 2023 06:43