Spennandi viðburður á 17. maí

Í tilefni af Alþjóðlegum degi gegn fordómum í garð hinsegin fólks bjóðum við til tónleika með gleðisveitinni Ukulellur laugardaginn 17. maí kl. 15 í Landakoti á Árbæjarsafni.

Ukulellur eru skemmtileg og dásamlega djörf hljómsveit samansett af nokkrum miðaldra hinsegin konum. Þær skemmta sér og öðrum með því að spila og syngja lög sem fjalla um líf og reynslu hinsegin fólks – oft með kaldhæðni og húmor sem hristir upp í ríkjandi viðmiðum og boxum samfélagsins.

Ókeypis inn – öll velkomin á meðan húsrúm leyfir!

Aðgengi: Gangstígar á safnsvæðinu eru flestir malarstígar. Inn í flest húsin er gengið upp eitt þrep eða yfir þröskuld. Hjálparhundar eru velkomnir í safnið.
Strætisvagnar: Næsta stoppistöð heitir Árbæjarsafn (1 mín. gangur). Aðrar nálægar stoppistöðvar heita Laxakvísl og Fagribær (5-6 mín. gangur).
Bílastæði fyrir hreyfihamlaða eru við inngang safnsins.
Öll bílastæði eru ókeypis.

Ritstjórn maí 14, 2025 07:00