Allar ChitoCare-beauty vörurnar fengið verðlaun – vörur úr ríki hafsins

Líftæknifyrirtækið Primex sem staðsett er á Siglufirði framleiðir ChitoCare-húðvörur en einnig fæðubótarefni og sjúkravörur sem hafa sýnt undraverða eignileika.

Fyrirtækið sérhæfir sig í að framleiða hágæða vörur úr úrgangi sem áður var hent en vörurnar þykja einstakar fyrir lífvirka eiginleika sína, eru margverðlaunaðar og flokkaðar náttúrulegar.

Sigríður Vigdís Vigfúsdóttir.

Leituðu leiða til að nýta rækjuskel sem hafði verið hent

Sigríður Vigdís Vigfúsdóttir, framkvæmdastjóri Primex, segir að upphaflega hafi verið vilji til að nýta rækjuskelsúrgang sem var hent og skapa úr honum verðmæta vöru en fyrir það, auk þess að ná árangri á erlendum markaði, hlaut fyrirtækið Nýsköpunarverðlaun árið 2012. Fyrirtækið sérhæfir sig í vinnslu kítósan úr rækjuskelinni en það hefur einstaka eiginleika og margþætt áhrif á bæði heilsu og húð. Primex hefur selt lífræna efnið kítósan (e. chitosan) til erlendra aðila þ. á m. Now Foods sem flestir þekkja fyrir bætiefni, en Primex framleiðir lækningatæki, snyrtivörur og fæðubótarefni.

Hver var kveikjan að stofnun fyrirtækisins?  „Við vildum nýta þá rækjuskel sem til féll, henni var áður hent í sjóinn og það þurfti að leita leiða til að breyta því. Það varð svo breyting á lögum sem varð til þess að það var farið að spá í hvað væri best að gera til að búa til vermæti úr þessum úrgangi og niðurstaðan varð, eftir að hafa komist í kynni við íslenska vísindamenn, sem höfðu starfað í tugi ára hjá DuPoint í Bandaríkjunum, að við hófum að rannsaka kítosan efnið og það var úr að við hófum að nýta rækjuskel og það alla sem til fellur á Íslandi og við vinnum þetta efni úr rækjuskelinni. Rammi hér á Siglufirði var einn af stofnendum Primex,“ segir Sigríður Vigdís.

Segðu mér aðeins frá fyrirtækinu? Við erum að framleiða lífvirka efnið kítosan, framleiðslan er algjörlega náttúrulega vottuð og okkar stærstu markaðir eru fæðubótarefnismarkaður, snyrivörumarkaðurinn og sárameðhöndlunarmarkaður. Við höfum selt þessar vörur í Bandaríkjunum, Evrópu og Asíu í tuttugu ár. Þetta er okkar aðalbisness en fyrir 10 árum fórum við að þróa okkar eigin neytendavörur, til að komast enn hærra ef svo má segja í virðiskeðjunni. Við vissum hvaða efni virkaði vel og höfum verið að þróa ChitoCare-sárameðhöndlunar, gel og sprey og 2018 settum við á markað fyrstu húðvörurnar undir vörumerkinu ChitoCare beauty,“ segir Sigríður Vigdís.

Anti-aging-húðvörur og snyrtistofa á besta stað í London

Primex kom með á markað árið 2024 anti-aging vörur, sem hafa unnið til verðlauna. Um er að ræða dagkrem, næturkrem og augnserum, auk þess sem ilmkerti með mildum mjög góðum ilmi er komið á markað.

ChitoCare Anti-Aging Day Cream er mjög rakagefandi, eykur ljóma, grynnkar fínar línur og er andoxandi. Það inniheldur eins og Chitocare-vörurnar lífvirka efnið kítosan sem myndar eins konar filmu á húðinni og verndar hana en mjög vel hefur verið látið af kreminu. ChitoCare Anti-Aging Eye Cream  hefur þrefalda virkni, stinnir, eykur raka og teygjanleika og minnkar hrukkur, bauga og þrota. Það er auðugt af andoxunarefnum, kítósani og hýalúronsýru og lýsir upp augnsvæðið og síðast en ekki síst þá inniheldur það góðgerla sem er nýjasta undraefnið í snyrtivöruheiminum. Kremið er auk þess  kælandi.

Á þessu ári, í mars, var opnuð snyrtistofa á besta stað í London á Harley Street 10 þar sem unnið er eingöngu með vörur frá Chitocare.

Mikilvægt að hafa góða vöru í höndunum

Það sem gerir ChitoCare-vörurnar áhrifaríkar, bæði þær sem eru græðandi og snyrtivörurnar, er virka efnið kítosan að sögn Sigríðar. „Kítósan líkist sellulósa og veitir stuðning, það verður jákvætt hlaðið í súru umhverfi. Þessi eiginleiki leiðir til þess að kítósan myndar filmu sem binst húðinni og veitir rétt skilyrði til að viðhalda raka og efla náttúrulegt viðgerðarferli húðarinnar. Áhrifunum má jafnframt lýsa sem svo að verndandi filma kítósans dregur úr sýkingum, blæðingu, sviða og örmyndun. Hún sefar einkenni húðarinnar, veitir stuðning og stuðlar með því að húð og sár grói á náttúrulegan hátt. Auk þess að vera öflugur andoxunargjafi sem dregur úr öldrun húðarinnar, hafa rakagefandi og græðandi áhrif sem eykur viðgerðarferli húðar og verndar hana á sama tíma. Niðurstöður klínískra rannsókna á ChitoCare beauty hafa fært sönnur á þessa miklu virkni,“ segir Sigríður.

 

„Við erum með klínískar rannsóknir á ChitoCare medical-vörunum, ein sýnir mikil áhrif á sár sem koma vegna sykursýki á fætur en þau eru mjög erfið að meðhöndla, önnur rannsókn sýnir minnkun á örum.“ Hún segir að ástæða þess að þau fóru út í beauty-línuna hafi verið þá að græðandi vörurnar virkuðu svo vel á húðina. „Við þróun á lækningatækjunum áttuðum við okkur á hvað við værum með í höndunum. Kítósan unnið með okkar tækni hefur alveg stórkostlega virkni á húðina, þéttir hana og gefur henni mikinn raka. Á árum áður starfaði ég sem snyrtifræðingur og hef sjálf mikinn áhuga á húðvörum þar sem gæði og virkni ráða för. Á sínum tíma fór ég m.a. starfsnám til Clarins í París og það má segja að þar hafi áhuginn kviknað hversu mikilvægt er að hlúa að húðinni sem er jú okkar stærsta líffæri. Þarna hugsaði ég með mér þarna væri gaman að láta gamlan draum rætast og að við værum með frábært tækifæri í höndunum til að gera íslenskar húðvörur sem virka!“  segir Sigríður með áherslu.

 

Þessi vara hefur reynst mörgum afar vel.

Fjöldi viðurkenninga og efni sem ná lengra en bara fyrir húðina

Sigríður segir að viðtökur varanna hafi verið dásamlegar það sé ekkert sjálfgefið að fá slíkar viðtökur. „Við höfum tekið þátt í alþjóðlegum verðlaunasamkeppnum og unnið til verðlauna. Allar beauty-vörurnar hafa hlotið verðlaun. Kítósan eru náttúruleg fjölliða sem eru  trefjar með einstaka eiginleika sem draga í sig neikvætt hlaðin efni eins og sindurefni. Það nýtist vel fyrir meltinguna og þarmaflóruna og Matvælastofnun Evrópu segir að kítósan, þetta lífvirka efni, viðhaldi heilbrigðu kólesteróli í blóði. Fæðubótarefnismarkaðurinn er stærsti markaður fyrirtækisins, við seljum til Now Foods, Herbalife og fleiri aðila.“

Hvaða þýðingu hefur það að fá viðurkenningar eins og vörurnar hafa fengið?

„Það hefur gríðarlega mikla þýðingu fyrir bæði markaðssetningu og fyrir áframhaldandi þróun að vita hversu góða vöru maður er með í höndunum,“ segir Sigríður Vigdís með áherslu. „Við erum núna í viðræðum við dreifingaraðila erlendis en höfum fókuserað á heimamarkaðinn meðan við höfum verið að byggja upp línuna. En núna erum við komin á þann stað að við getum og höfum farið lengra áfram með vörurnar.“

Aðspurð segir Sigríður Vigdís að aðaláherslan í húðvörunum sé að vera með hágæðavörur með mikilli virkni. Hún segir að allir, börn og fullorðnir, geti notað ChitoCare medical- vörurnar. „Við erum með klínískar rannsóknir segja að þær valdi ekki ofnæmi sem er mjög mikilvægt.“ Hún tekur fram að vörurnar séu skráðar sem lækningatæki hjá Evróopusambandinu þannig að öryggi þeirra sé mikið. „Við nýtum okkur ímynd landsins, ferskleikann og hafið, og að vera hér norður á hjara á Siglufirði sem er nyrsti kaupstaður landsins.“

Útrás er markmiðið sem er þegar hafið

Og það skapast atvinna af þessu á staðnum? „Já við teljum vel á annan tug sem vinnum hjá fyrirtækinu við erum með vöruhús og starfsmenn í Bandaríkjunum, Bretlandi og Danmörku. Og svo eru afleidd störf. Þetta er atvinnuskapandi en eins og er með nýsköpunarfyrirtæki þá voru miklar brekkur í upphafi en við erum komin á þann stað að fyrirtækið skilar hagnaði og er í vexti.“

Primex kom með á markað árið 2024 anti-aging vörur, sem hafa unnið til verðlauna. Um er að ræða dagkrem, næturkrem og augnkrem, auk þess sem ilmkerti með mildum mjög góðum ilmi er komið á markað.

ChitoCare Anti-Aging Day Cream er mjög rakagefandi, eykur ljóma, grynnkar fínar línur og er andoxandi. Það inniheldur eins og ChitoCare-vörurnar lífvirka efnið kítosan sem myndar eins konar filmu á húðinni og verndar hana en mjög vel hefur verið látið af kreminu. ChitoCare Anti-Aging Eye Cream  hefur þrefalda virkni, stinnir, eykur raka og teygjanleika og minnkar hrukkur, bauga og þrota. Það er auðugt af andoxunarefnum, kítósani og hýalúronsýru og lýsir upp augnsvæðið. Síðast en ekki síst þá inniheldur það góðgerla sem er nýjasta undraefnið í snyrtivöruheiminum. Kremið er auk þess  kælandi.

Hver eru framtíðarmarkmiðin? „Þau eru að koma vörunum ChitoCare beauty og ChitoCare medical á markað erlendis. Og þá erum við að horfa til Evrópu, Asíu og Bandaríkjanna.

Aðspurð segir Sigríður Vigdís að fyrirtækið selji til Sviss nú þegar og að viðræður séu hafnar við dreifingaraðliða. Á þessu ári, í mars, var svo opnuð snyrtistofa á besta stað í London á Harley Street 10 þar sem unnið er eingöngu með vörur frá Chitocare.

„Það er ýmislegt að gerast sem mun gera vörurnar enn eftirsóknarverðari,“ segir Sigríður að lokum.

 

 

Verðlaun og tilnefningar

Primex ehf. fékk Nýsköpunarverðlaun Íslands árið 2012 fyrir að vinna verðmæti úr því sem áður var úrgangur

ChitoCare beauty Face Cream Golden fékk Makeup Award

ChitoCare beauty Body Scrub fékk gullverðlaun sem besta líkamsvaran

ChitoCare beauty Serum Mask fékk gullverðlaun sem besti andlitsmaskinn

ChitoCare styrkir afreksíþróttakonu í badminton og Brakkasamtökin (BRCA)

Liposan tilnefnt til Neutraceutical Awards

Allar Anti-aging- húðvörurnar hafa hlotið Beauty Short List-verðlaun og umfjöllun i virtum tímaritum

Hvað gerir kítósan?

  • Bindur fitu, kólesteról og gallsýru
  • Bætir virkni snyrtivara
  • Hreinsar vín, bjór, safa og vatn
  • Viðheldur raka húðarinnar
  • Hefur kælandi áhrif og sértæka andoxunarvirkni
  • Myndar verndandi filmu húðinni sem þarfnast verndar og binst henni
  • Dregur úr ertingu og stuðlar að náttúrulegu viðgerðarferli húðarinnar
  • Hefur græðandi áhrif á væga bruna, bólur, útbrot, exem og sólbruna
  • Dregur úr örmyndun og húðbólgum

Ragnheiður Linnet blaðamaður skrifar fyrir Lifðu núna.