Laugardaginn 20. september verður árleg ráðstefna Alzheimersamtakanna haldin á Hótel Nordica. Að þessu sinni markar hún tímamót, því samtökin fagna jafnframt 40 ára afmæli sínu.
Ráðstefnan er eins og endranær haldin í tengslum við alþjóðlegan dag Alzheimers, 21. september. Á dagskránni á áhugaverð ávörp og fyrirlestrar, þá stígur Seiglukórinn á stokk og að lokum sameinast gestir í afmælisskál.
Öll velkomin
Ráðstefnan hefur undanfarin ár verið vel sótt af einstaklingum með heilabilun, aðstandendum, fagfólki og öðrum sem láta sig málefnið varða.
Öll velkomin. Engin skráning, bara mæta.
Dagskrá
13:00 Fundarstjóri setur ráðstefnuna
13:10 Guðlaugur Eyjólfsson frk.stj. Alzheimersamtakanna
13:30 Ávarp – Björn Skúlason verndari Alzheimersamtakanna
13:40 Ávarp – Alma Möller heilbrigðisráðherra
13:50 Jón Snædal öldrunarlæknir – Saga heilabilunar á Íslandi
14:15 Skemmtiatriði
14:30 Kaffihlé
15:00 Seiglukórinn
15:20 Eva Þengilsdóttir frk.stj. ÖBÍ – Mikilvægi félagasamtaka
15:30 Steinunn Þórðardóttir formaður læknafélagsins – Áskoranir framtíðarinnar
15:55 Lokaorð fundarstjóra
16:00 Léttar veitingar og afmælisskál
17:00 Dagskrá lýkur