Hnyttni og hlýja en depurð undir niðri
Eru foreldrar alltaf færir um að taka ákvarðanir sem eru börnunum þeirra fyrir bestu? Sú áleitna spurning situr eftir þegar lestri smásagnasafnsins Herörin og fleiri sögur eftir Ólaf Gunnarsson er lokið. Þetta eru tólf stuttar og hnitmiðaðar smásögur, einstaklega vel