99 ára konu neitað um hjúkrunarheimilispláss

Morgunblaðið greinir frá athyglisverðu máli í dag.

99 ára kona sem sótti ný­verið um var­an­legt pláss á hjúkr­un­ar­heim­ili í Reykja­vík fékk höfn­un á þeim for­send­um að önn­ur úrræði væru ekki full­reynd.

Kon­an, sem fram að þessu hef­ur verið mjög hraust, er nú nán­ast rúm­liggj­andi og háð aðstoð ætt­ingja.

„Amma hef­ur alltaf verið hraust og ern, en nú er lík­am­inn far­inn að gefa sig. Ég og mamma höf­um séð um þarf­ir henn­ar og ekki sótt um neina aðstoð frá borg­inni. Henni hrakaði mjög á síðasta ári, svo að við ákváðum í vor að sækja um hjúkr­un­ar­heim­ili. Hún hafði tvisvar nýtt sér hvíld­ar­inn­lögn á Hrafn­istu og fannst það gott fyr­ir sig. Við töluðum við heim­il­is­lækni sem skrifaði bréf sem sagði að hún gæti ekki leng­ur verið heima og hefði þörf fyr­ir hjúkr­un­ar­heim­ili, elli­heim­ili væri ekki nægj­an­legt fyr­ir hana. Við feng­um höfn­un á þeim for­send­um að það væri ekki full­reynt að nýta sér þau úrræði sem byðust til stuðnings til áfram­hald­andi bú­setu á eig­in heim­ili, eins og að fá þjón­ustu heim, en málið er að við höf­um hjálpað henni með þá þjón­ustu,“ seg­ir Hólm­fríður Kristjáns­dótt­ir, barna­barn kon­unn­ar í um­fjöll­un um mál þetta í Morg­un­blaðinu í dag.

Ritstjórn september 8, 2017 12:10