Að halda fólk á lífi eins lengi og hægt er

„Mér var þrýst inn í það hlutverk að hugsa um veikan eiginmann minn fyrir hálfu ári. Það er eitt sem ég hef lært af því; öldrun er gróðalind fyrir margt fólk Ekki fyrir fólk eins og mig sem tekur að sér að annast maka sinn heldur fyrir nánast alla aðra. Ég heyri klingja í peningum fólk býðst til að hjálpa,“ segir pistlahöfundurinn Ann Brenoff í grein á vef  bandaríska blaðsins Huffington Post. Lifðu núna endursagði og stytti.

„Markmið heilbrigðiskerfisins er að halda fólki á lífi eins lengi og hægt er. Ástæðan er sú að það er ekki hægt að græða á látnu fólki. Um leið og einhver deyr geta læknar ekki gert dýrar rannsóknir til að sanna það sem þeir vissu fyrir. Þeir geta ekki ráðið sérfræðinga til ráðleggja einhverja nýja meðferð sem er ekki einu sinni víst að sjúklingurinn óski eftir. Um leið og fólk er látið er ekki hægt að sannfæra  fjölskylduna um að borga lækni eða hjúkrunarfræðingi fyrir að heimsækja hinn sjúka í korter. Það er heldur ekki borgað fyrir að fá einhvern til að líta til með sjúklingnum í fjóra tíma á meðan hann sefur eða skipta á honum. Sá sem selur göngustafi, hjólastjóla og súrefniskúta myndu fara á hausinn ef fólk fengi að deyja þegar það er tilbúið. Sama gildir um næringarfræðinga, sjúkraþjálfara, og ýmsa fleiri,“  segir Ann. Hún er mjög gagnrýnin og segir að  „viðskipamódelið“ að hugsa um gamalt fólk sé eitt það verðmætasta sem hafi verið fundið upp.

„Ég hélt að ég yrði þakklát fyrir alla þá aðstoð sem er í boði. Ég er það líka að sumu leiti en það er bara hluti sögunnar. Hinn þátturinn er að að ummönnun aldraðra er  iðnaður og ráðin sem þú færð, ráðin sem þú borgar fyrir eru drifin áfram af hagaðarvon. Heiladautt fólk er meira virði en látið fólk og þess vegna er því haldið á lífi. Það að það sé hægt að græða endalaust á sjúku gömlu fólki gerir mig reiða,“ segir Ann í lok greinarinnar.

Sem betur fer er málum ekki eins farið á Íslandi og í Bandaríkjunum en fólk ætti að vera vakandi yfir því  að það breytist ekki í þessa veru.

 

 

Ritstjórn janúar 27, 2017 10:09