Aldurinn er ekki aðalatriðið

Þessi klipping hefur alltaf klætt mig vel. Ég hef átt þennan kjól árum saman og hann fer mér vel. Fullyrðingar af þessu tagi eru vel þekktar en þær þurfa ekki að vera réttar. Við breytumst flest með aldrinum.Á síðunni healt.com er að finna nokkur gullin ráð þegar kemur að fatnaði og framkomu.

Glæsilegar á öllum aldri

Glæsilegar á öllum aldri

Ekki tala niður til sjálfrar þín. Ekki tala um það hversu gömul þú lítir út fyrir að vera. Að vera innan um fólk og tala um hversu klæðaburður manns sé gamaldags dregur aðeins athygli annarra að aldri og útliti manns.

 Engan samanburð

Ekki bera þig saman við sjálfa þig þegar þú varst ung. Maður lítur ekki á myndir af sjálfum sér á barnsaldi og undrast yfir því að hafa breyst. Líkaminn breytist með aldrinum og það er nákvæmlega ekkert sem við getum gert við því. Ekki rembast við að líta út eins og þú gerðir fyrir 30 til 40 árum, vertu frekar konan sem fólk segir að líti betur út nú en hún gerði þegar hún var yngri. Það gilda engar reglur um hár.

Allar skoðanir eða reglur sem fólk telur við hæfi um lengd og lit hárs eftir að einhverjum tilteknum aldri er náð eru hreinasta bull. Hár hæfir einfaldlega líkamsgerð og líkamsgerð er mjög svo mismunandi þannig að “sömu reglur fyrir alla” gilda þar af leiðandi ekki.

 Veldu góð nærföt

Hættu að ganga í brjóstahaldara sem passar ekki. Talið er að 80 prósent  kvenna gangi í rangri stærð af brjóstahaldara þar með taldar  ungar konur sem hafa ekki alið  börn. Það er ólíklegt að kona noti sömu stærð af brjóstahaldara ævilangt og því er ráðlegt að láta mæla öðru hverju hvaða stærð passar. Rétt nærföt  sem passa eiganda sínum geta haft mikil áhrif á það hvernig önnur föt  fara. Hættu að kaup óvönduð ódýr föt. Dýrari föt eru úr betri efnum og betur sniðin. Þau fara því betur og endingin er betri.

Falleg samsetning

Falleg samsetning

Prófaðu nýja liti

Það sama gildir um andlitsfarða. Prófaðu nýja liti á augu og kinnar og varir. Prófaðu þig líka áfram með nýjar tegundir af farða. Mismunandi faði hentar mismunandi aldri.Flott hálsfesti eða eyrnalokkar lífga uppá hvaða fatað sem er og geta gefið gömlum skyrtum og peysum nýtt líf. Fallegir skartgripir hvort sem þeir eru ekta eða óekta gefa unglegt yfirbragð.

 

Ritstjórn desember 15, 2014 17:02