Alzheimersamtökin fagna 40 árum með styrktartónleikum

Alzheimersamtökin fagna 40 ára afmæli í ár og halda í tilefni þess glæsilega styrktartónleika í Bæjarbíó í Hafnarfirði sunnudaginn 16. mars klukkan 19:00.

Flott dagskrá með frábærum listamönnum

Tónlistarfólkið Bjarni Ara, Klara Elías, Eyjólfur Kristjánsson og Guðrún Árný flytja hugljúfa tóna fyrir gesti. Þá verður hin glaðværa Eva Ruza kynnir kvöldsins. Öll sem koma fram gefa vinnu sína, sem er Alzheimersamtökunum ómetanleg gjöf.

Notaleg kvöldstund

Tónlist hefur töframátt og getur skapað einstakt augnablik fyrir þau sem glíma við heilabilun, aðstandendur þeirra og alla tónlistarunnendur. Þetta kvöld er því tækifæri til að eiga notalega kvöldstund þar sem tónlist, söngur og gleði ráða ríkjum. 

Styrkur

Með miðakaupum styðja gestir mikilvægt starf Alzheimersamtakanna við einstaklinga sem glíma við heilabilun og aðstandendur þeirra.

Miðar eru seldir á tix.is.

https://tix.is/event/19076/alzheimersamtokin-i-40-ar

Ritstjórn mars 12, 2025 07:00