Berðu virðingu fyrir ellinni

Það getur stundum verið erfitt fyrir fólk sem er önnum kafið að finna tíma til að sinna öldruðum foreldrum eða afa og ömmu. Hér eru nokkur ráð af vefnum http://www.wikihow.com/Care-for-the-Elderly sem auðvelda fólki að vera í sem bestum tengslum við aldraða foreldra eða afa og ömmu.

Berið virðingu fyrir eldra fólki. Jafnvel þó fólk eldist og tapi heilsunni, þá er gamalt fólk rétt eins og þeir yngri með tilfinningar, skoðanir og  hugmyndir. Ekki dæma fólk úr leik vegna líkamlegs ástands þess. Að eldast er hluti af hringrás lífsins. Fæðing, æska, ungdóms- og fullorðinsár og að lokum verðum við gömul. Berðu virðingu fyrir hinum eldri og lífi þeirra.

Hjálpið hinum aldraða að takast á við minnkandi líkamsgetu.  Hvettu afa og ömmu til að viðhalda vinskap við þá sem þau þekkja, vera virk, hreyfa sig,  eignast ný áhugamál og vera í góðu sambandi við fjölskylduna. Útskýrðu fyrir þeim að þverrandi  líkamsgeta er ekki eitthvað til að skammast sín fyrir heldur hluti af hringrás lífsins.

Hvetjið afa og ömmu til að taka þátt í sjálfboðastarfi. Gamalt fólk sem tekur þátt í sjálfboðastarfi er oft hamingjusamara og heilbrigðara en þeir sem gera ekkert. Tilfinningin að vera metinn að verðleikum er nærandi fyrir fólk. Það heldur líka huga fólks skýrari. Oft þarf ekki mikið til, tvær til þrjár klukkustundir á viku.

Farið í heimsóknir til aldraðra ættingja. Það viðheldur tengslum og nærir anda þess sem fær heimsóknina. Reglulegar heimsóknir gera líka aðstandendum kleift að fylgjast betur með hvort fólk man eftir að vökva blómin, opna póstinn eða er með marbletti sem gætu stafað af því að það hafi dottið. Allt eru þetta hlutir sem gætu bent til að fólk þurfi aukna hjálp.

Reynið að finna sameiginleg áhugamál. Yngra fólki finnst það oft ekki eiga neitt sameiginlegt með afa og ömmu og eigi erfitt með ná tengslum við þau og sú tilfinning er oft gagnkvæm. Reyndu samt að finna upp á einhverju sem færir þeim gleði. Ef þú getur ekki deilt áhugamálum með þeim getur fólk þó deilt spennunni sem fylgir því að gera eitthvað nýtt með þeim.

Takið persónulega hluti með. Ef hinn aldni þarf að flytja á hjúkrunarheimili eða eitthvert annað taktu þá persónulega hluti og hafðu nýja staðnum. Það stuðlar að því að fólki líði betur í nýju umhverfi og auðveldar þeim að aðlagast nýjum aðstæðum.

Reynið að láta þau finnast þau vera velkominn á nýjum stað. Fáðu þau til að taka þátt í félagslífinu á hjúkrunarheimilinu. Sama gildir um heimili þitt láttu afa og ömmu taka þátt í því sem þar fer fram. Hvettu þau til að vera þátttakendur í stað þess að vera þiggjendur. Fáðu þau til að koma í göngutúr eða sund með fjölskyldunni. Haltu boð fyrir þau og reyndu að gleðja þau með óvæntum smágjöfum.

Hlustið á sögurnar þeirra. Gamalt fólk er með mikla reynslu og þekkingu í farteskinu. Margt af reynslu þeirra getur hjálpað hinum yngri til að takast á við erfiðleika í eigin lífi. Finndu fegurðina í sögunum sama hversu oft þú hefur heyrt þær og reyndu að læra af þeim. Sögurnar dýpka tengslin á milli kynslóða.

 

Ritstjórn febrúar 17, 2017 12:08