„Ég hef ástríðu fyrir því að þjálfa, mennta og hvetja fólk áfram“

Ef einhver tæki að sér skrifa ævisögu Unnar Pálmarsdóttur væri Brosmildi hóptímakennarinn og mannauðsráðgjafinn réttur titill. Lífsgleðin skín af henni og augljóst að hún hefur bæði ástríðu fyrir starfi sínu og nýtur þess að vinna. Hún hefur einnig sjálf ríka þörf fyrir að hreyfa sig og er sjaldan kyrr.

Unnur hefur bæði æft og keppt í þolfimi og dansi  og hún kynnti Fusion Fitness fyrir Íslendingum en eins og nafnið bendir til er það fjölbreytt blanda margvíslegra æfingakerfa sem Unni þykir alltaf jafnskemmtileg að kenna í Kötlu Fitness þar sem hún kennir daglega námskeið og opna hóptíma.

En hvað finnst henni um heilsurækt í dag, eru nægilega margir að hreyfa sig nóg?

„Hraðar breytingar á heiminum hafa, að mínu mati, orðið okkur til góðs að því leyti að við þurfum að setja heilsuna í forgang og nú er hægt að stunda líkamsræktina alls staðar. Stjórnendur fyrirtækja og stofnana hafa meiri skilning á því hve mikilvægt er að innleiða heilsueflandi stefnu sem stuðlar að þeirri menningu að eðlilegt er að hreyfa sig í vinnutíma.  Með því móti þá er starfsfólkið hamingjusamara og leiðir til meiri afkasta og hugmyndasköpunar ásamt meiri vellíðan. Í dag þá notum við mikið eigin líkamsþunga við æfingar, getum æft hvar sem er og heyfum okkur við það sem gefur okkur orku, gleði og kraft. Við höfum opnað hugann fyrir breyttum tímum á alla vegu og þurft að aðlagast fljótt að nýrri tækni og frjórri hugsun og skapað með því móti fjölbreyttari líkamsþjálfun fyrir alla aldurshópa og sérstaklega fyrir 60+. Fyrir mig þá var þetta frábært til að koma nýsköpun af stað og hrinda í framkvæmd hugmynd að vera með markvissa hóptíma, menntun, fræðslu og þjálfun á netinu. Ég bauð upp á námskeið Fusion Pilates og styrktarþjálfun fyrir konur á Facebook sem er sá miðill sem ég nota mest. Ég hef rekið hóptímakennaranámið Fusion Fitness Academy síðan 2007 og þar fór námið fram á Zoom og Facebook Live. Gaman er að segja frá því að ég kenndi Kick Fusion-líkamsræktarkerfið mitt og Fusion Pilates núna á ráðstefnu, International Fitness Showcase, í Bretlandi á netinu. Þar voru yfir 30 kennarar frá öllum heiminum samankomin að kenna og fræða það nýjast í heilsu- og líkamsrækt. Heimurinn hefur minnkað við þetta og kennarar og þjálfara um allan heim unnið vel saman og stutt vel við hvorn annan.“

Heilsrækt fyrir líkama og sá í sól og sumaryl

Þú hefur einnig boðið fólki í heilsueflandi ferðalög verður framhald á því? „Ég býð upp á frábæra heilsueflandi ferð til Kanarí í dagana 15. – 22. október í ár sem heitir „Heilsurækt huga, líkama og sálar“ í samstarfi ferðaskrifstofunnar Tenerife ferða þar sem Svali eða Sigvaldi Kaldalóns bauð mér að setja upp ferðina mína,“ segir Unnur. „Ég hef viljað bjóða upp á ferðir þar sem þátttakendur fá tækifæri til að rækta líkama, sál, auka vellíðan og njóta þess að vera til. Það er yndislegt að stunda hreyfingu í fallegu umhverfinu á Kanarí eyjunum sem eru þekktar fyrir mikla veðursæld og yndislegt loftslag allt árið um kring. Mörg stéttarfélög veita styrki til að mennta sig í ferðinni og ég hvet almenning til að skoða það.

Ferðin er fyrir alla aldurshópa, heilsuræktarunnendur og einnig þá sem hafa greinst með slit- og vöðvagigt og fleira. Nú hafa svo margir greinst með síþreytu, kulnun í starfi og streitan er alsráðandi í íslensku samfélagi og því hef ég lagt áherslu á að dagskráin höfði til allra. Því er ferðin frábær fyrir þá sem hafa gengið á vegg í lífinu og vilja koma sér af stað aftur af krafti. Unnið er með hvernig hægt er byggja upp líkama og sál án streitu og andlegs álags. Það er engin skylda að mæta í skipulagða dagskrá, þar hefur hver sína hentisemi. Allir eru velkomnir í þessa ferð. Ferðin er einnig upplögð fyrir þá sem hafa lent í kulnun á vinnustað og eru að vinna sig frá streitu og hlaða batterín. Ég hef einnig unnið við það síðustu árin að framleiða ferðir fyrir 60+, fræðsluferðir og hreyfirferðir og hef farið með hópa og verið fararstjóri til Riga, Gdansk, Spánar og Mallorca svo eitthvað sé nefnt. Það á vel við mig og sameinar hreyfingu, menningu og fræðslu í þeim ferðum.“

Hvað er helst verið að gera í þessum ferðum? „Dagskráin er fjölbreytt og fyrir alla. Boðið verður upp á morgungöngur, Fusion Pilates, jóga á ströndinni, dansfjör, styrktaræfingar og fleira verður á boðstólnum auk örfyrirlestra um bætt heilsufar og hvernig rækta má líkama, sál og huga. Í ferðinni er lögð áhersla á að njóta lífsins, stunda heilsurækt undir berum himni og ég legg áherslu á mikilvægi þess að læra aðferðir til minnka streitu, njóta líðandi stundar, auka jákvæðni og rækta sjálfið. Slökkva á farsímum og minnka samfélagsmiðla notkun.“

Hefur ástríðu fyrir að þjálfa fólk

Þú ert þekkt fyrir Fusion Fitness. Hvað einkennir þess konar þjálfun? „Ég hef samið líkamsræktarkerfin Fusion Pilates, Kick Fusion, Dance Fusion og núna er það Infra Fusion (Hot Body)  þar sem ég kenni í Infrared salnum í allt að 38,5 gráður hita. Það sem einkennir þjálfunina er að ég nota bæði eigin líkamsþunga og lóðin og vinn alltaf með efri og neðri líkamshluta til skiptis og markmiðið er fjölbreytt þjálfun fyrir alla aldurshópa. Ég er með viðskiptavina frá 18 ára – 68 ára í sama hóptímanum því allir geta stundað þjálfunina. Ég blanda saman Pilates, Yoga, styrktarþjálfun með handlóðum, Kick Fusion, jafnvægisæfingum, bandvefslosun, liðleikaþjálfun og nútvitund í slökun sem er mjög mikilvægt fyrir okkur að þjálfa og viðhalda ávallt.“

Þú virðist alltaf jafnglöð og áhugasöm þegar þú ert að þjálfa. Ertu virkilega alltaf svona ánægð með lífið? „Ég hef kennt hóptíma og þjálfað landsmenn í yfir þrjátíu ár.  Núna gefur mér mikla gleði að deila fróðleiknum og reynslunni til nemenda hjá mér í Fusion Fitness Academy – hóptímakennaranáminu sem ég stofnaði ásamt að vera mannauðsráðgjafi og framleiða ferðir. Það er svo mikil gleði fyrir mig að sjá framtíðar hóptímakennara vaxa og dafna. Ég hef ástríðu fyrir að þjálfa fólk, sjá því ganga vel í lífinu, auka vellíðan þess og jákvæðni hjá þeim sem koma til mín í þjálfun og á námskeið. Ég hef lagt vinnu í að mennt mig og er með MBA-gráðu frá H.Í., diplómanám í mannauðsstjórnun og  M.Sc. gráðu í mannauðsstjórnun og ég stefni á Doktorsnám í mannauðsstjórnun á næsta ári og er komin með leiðbeinendur í þá vegferð eða ferðalag eins og ég vil kalla það.  Það gefur mér kraft og gleði að virkja mig á þann hátt. Menntun er lífstíll í dag og það að virkja vel hugann, líkamann og sálina gefur mér aukinn kraft og gleði – hvatningu áfram til að verða betri manneskja í dag en í gær og betri mamma. Sonur minn Pálmar Jósep og eiginmaðurinn minn Gylfi Már sem sagt fjölskyldan mín og labradorinn okkar, Carmen,  gefur mér svo mikla hamingju, vellíðan og ró.  Svo ég er þakklát á hverjum degi fyrir lífið og tilveruna.

Markmið mitt er að byggja upp einstaklinga, þjálfa upp hugann, líkamann  og sálina. Hamingjan kemur innan frá, við berum ábyrgð á eigin heilsu og hamingju og við njótum lífsins, ræktum okkur í þá átt sem við viljum fara þá verðum við sterkari, hamingjusamari og heilsuhraustari. Einkunnarorð mín eru gleði, hamingja og við eigum aðeins einn líkama. Því er mikilvægt að huga vel að líkama og sál við berum ábyrgð á okkar eigin heilsu.“

Hamingjan kemur innan frá

Hvað finnst þér mikilvægast að gera til að halda heilsu? „Ég segi að svefn skiptir miklu máli varðandi heilsu og jafnvægi,“ segir Unnur. „Huga vel að 360 gráðum heilsu og mitt markmið er  að byggja og þjálfa vel upp huga og sál. Hamingjan kemur innan frá og við njótum lífsins þá verðum við sterkari, hamingjusamari og heilsuhraustari. Náttúran gefur mér mikið jafnvægi að búa í Mosfellsbæ þar sem ég get gengið um fallegu náttúruna með fjölskyldunni. Ég fæ mestu orkuna þaðan og njóta þess að vera í núvitund í vellíðan og vera þakklát fyrir heilsuna og daginn í dag.“

Er eitthvað sérstakt sem þú ráðleggur öllum? Ég borða mjög hollt fæði og hugsa mikið um hvað ég læt ofan í mig. Ég hef tekið af mér tólf kíló á síðustu árum með bættu mataræði og jákvæðri hugsun tel ég vera mitt leyndarmáli. Ég borða allt nema forðast sykur, hveiti og ger. Drekk mikið af vatni og hreinu fæði. Ég borða mikið af grænmeti, fiski, próteini og minna hlutfall af kolvetnum. Það hefur hentað mér mjög vel. Að líða vel og gefa sér tíma til að hlúa að okkur er það sem ég ráðlegg öllum til að bæta heilsu sína.“

Nálgast má frekari upplýsingar um Unni á heimasíðunni www.fusion.is , á heimsíðu ferðaskrifstofunnar Tenerifeferðir; https://www.tenerifeferdir.is og á Facebook síðu Unnar https://www.facebook.com/UnnurPalmars .

Grænn det­ox frá Unni

  • 1-2 græn epli, skor­in í tvennt og í litla bita
  • 1-2 stilk­ar sell­e­rí, skerið öll blöðin af
  • ½ ag­úrka
  • Græn­kál að vild, ferskt eða frosið
  • ½ sítr­óna af­hýdd og kreistið saf­ann í drykk­inn
  • ½ stk. ferskt engi­fer (val­frjálst)
  • ½ tsk. túr­merik
  • Kvist­ur af ferskri myntu (val­frjálst)
  • Klak­ar að vild

Aðferð:

  1. Setjið allt hrá­efnið í bland­ara og blandið vel. Hellið síðan drykkn­um í fal­legt glas.