Fyrir börnin sem fást ekki til að líta uppúr græjunum

Enginn sá hundinn, er ný barnabók eftir Hafstein Hafsteinsson, en þar segir hann sögu í bundnu máli. Vísurnar eru eftir Bjarka Karlsson höfund metsöluljóðabókarinnar Árleysi alda.  Bókin fjallar einmitt um þetta efni,  að enginn sá hundinn,  sem börnin fengu í jólagjöf í fyrra og höfðu svo gaman af að leika sér við.  Það komu nefnilega aftur jól og nýjir pakkar, en í þeim voru hvorki hvolpar né rakkar, heldur bakkar.

Bakkar?

Já, glitrandi bakkar

úr gleri og áli

og grjóthörðu stáli.

segulstáli,

svo sterku að öll voru

yfir því bundin

..og enginn sá hundinn.

 

Fjölskyldan fór þó

í ferðalög stundum

en góndi á glerið

og gleymdi öllum hundum.

 

Allt sem þeim áður fannst

alltaf svo gaman

var horfið og farið

þó færum við saman

því þau voru alltaf með álið í framan.

 

Jafnvel í sundi!

Er engin leið fyrir lítinn rakka

að láta nú krakka

huga að hundi?

Andlitið á þeim er aðeins í kafi

ofan í bakka,

andlitsbakka.

 

Þá kviknaði ljós!

Nú læt ég þau sjá mig!

nú læt ég þau aldeilis

svei mér þá sjá mig!

 

Og hundurinn grípur til sinna ráða í þessari skemmtilegu sögu sem er skreytt skemmtilegum myndum eftir höfundinn sjálfan Hafstein Hafsteinsson.

Ritstjórn nóvember 30, 2016 14:49