Flestum öfum og ömmum finnst gaman að fá baranbörnin í heimsókn. En afar og ömmur likt og foreldrar þurfa að huga að því að heimili þeirra sé öruggur staður fyrir börnin. Á vefnum aarp.org birturst á dögunum leiðbeiningar um hvernig hægt sé að gera heimilið að öruggum stað fyrir barnabörnin.
- Geymdu lyf á öruggum stað. Helst í læstum lyfjaskáp. Margt eldra fólk geymir lyf á náttborðinu eða á eldhúsborðinu þar sem börn ná auðveldlega í þau. Í 38 prósent tilvika í Bandaríkjunum þar sem börn verða fyrir eitrunum af völdum lyfja, eiga lyf afa og ömmu hlut að máli.
- Hreinlætisvörur svo sem þvottaefni, uppþvottalögur og efni sem notuð eru í uppþvottavélar geta reynst ungum börnum sérlega hættuleg. Oft er þessum vörum pakkað í skrautlegar umbúðir og vökvinn er oft á tíðum fallegur á litinn. Þær vekja því forvitni ungra barna sem halda að þær séu sælgæti. Hreinlætisvörur ætti að geyma hátt upp í skápum eða í læstum skáp.
- Ekki ætti að leggja börn upp í rúm með púðum og tuskudýrum. Börn geta auðveldlega kafnað sé karfan eða rúmið fyllt með mjúkum hlutum. Best er að leggja barnið á bakið, eða á hliðina og breiða yfir það sæng eða teppi.
- Húsgögn geta reynst ungum börnum hættuleg. Skörp horn á borðum eða flatskjáir sem ekki eru tryggilega festir. Börn hafa gaman að því að príla. Festið því flatskjái tryggilega svo börn geti ekki slasað sig á þeim. Losið ykkur við borð með skörpum hornum. Ekki gleyma innstungum, það fást lokar til að setja í þær og setjið barnalæsingar á skúffur og skápa svo börnin geti ekki klemmt sig.
- Hjólastólar og göngugrindur eru ekki leikföng. Ef þið leyfið börnunum að leika sér að þessum hlutum fylgist þá með þeim.
- Gömul leikföng. Fólk geymir oft gömul leikföng til að eiga handa baranbörnunum. Gangið úr skugga um að leikföngin séu örugglega heil áður en þið látið börnin fá þau.
- Ef þið eigið gæludýr leyfið þá börnunum ekki að vera með þau án eftirlits. Á hverju ári koma 77 þúsund börn yngir en 10 ára á slysadeilir bandrarískra sjúkrahúsa með bit eftir hunda.
- Gættu þess að heiti heiti potturin sé tómur og það sama gildir um baðkarið. Ung börn geta auðveldlega farið sér að voða í mjög grunnu vatni. Ef þið leyfið börnunum að leika sér í heita pottinum eða baðkarinu víkið þá aldrei frá þeim
- Þegar þið eldið gætið þess þá að börnin geti ekki náð í potta eða pönnur. Snúið handföngunum inn til að minnka hættuna á að börnin geti teygt sig pottana eða pönnurnar. Allt of mörg dæmi eru um að börn hafi skaðbrennst eftir að hafa teygt sig í heita potta og pönnur á eldavélinni.