Hægeldað ungverskt gúllas

Þegar kalt er í veðri er fátt betra en bragðmikið gúllas sem hefur fengið að malla klukkustundum saman. Bragðið verður óviðjafnanlegt. Þessi uppskrift er nokkuð stór og því góð ef von er á gestum.

3 meðalstórir laukar

2 meðalstórar gulrætur

2 grænar paprikur

750 grömm gúllas kjöt

salt

pipar

2 msk. ólífuolía

1-1/2 bolli nautasoð

¼ bolli hveiti

3 msk. paprikuduft

2 msk. tómatkrafur

1 tsk. kúmenfræ

1 stór hvítlauksgeiri

örlítill sykur

1 bolli sýrður rjómi

Eggjanúðlur

Sneiðið laukinn, gulræturnar, og paprikurnar og setjið í eldfast fat eða góðan pott. Saltið og piprið kjötið og brúnið í olíu á þykkbotna pönnu þegar búið er að brúna kjötið er það sett í eldfasta fatið eða pottinn. Hellið soðinu á pönnuna og skafið upp úr botninum á henni. Hræið hveitinu saman við soðið, kryddið með paprikuduftinu, tómatkraftinum, kúmenfræjunum, merjið hvítlauksrifið út í, bætið því næst nokkrum sykurkornum út á pönnuna. Saltið og piprið. Látið suðuna koma upp og látið sjóða í um það bil tvær mínútur eða þangað til sósan hefur þykknað. Hellið yfir kjötið og grænmetið og setjið inn í 100 gráðu heitan ofn í 7 til 9 klukkustundir eða þangað til kjötið er orðið vel meyrt. Það er líka hægt að láta þetta malla á vægum hita  í nokkrar klukkustundir  í góðum potti á eldavélinni.  Áður en þið berið réttinn fram sjóðið þá eggjanúðlurnar samkvæmt leiðbeiningum á pakkanum og berið fram með gúllasinu. Áður en þið skellið kjötinu á borðið hræið þá sýrða rjómanum saman við.  Með þessari uppskrift er líka mjög gott að bera fram grófa kartöflumús eða sætkartöflumús.

Ritstjórn mars 10, 2023 15:15