Apríkósukjúklingur sem slær í gegn

Apríkósur og kjúklingur eiga einstaklega vel saman. Nú er hægt að fá apríkósur í öllum verslunum á frekar hagstæðu verði og því ekki að notfæra sér það.  Ef ekki fást þroskaðar fallegar apríkósur er hægt að notast við niðursoðnar.  Þessi réttur er frekar fljót eldaður og hann fellur í kramið  bæði hjá börnum og fullorðnum.

1 msk olía

8 góðir kjúklingabitar. (Gott að nota læri)

2 laukar í sneiðum

2 hvítlauksgeirar smátt skornir

3 msk tómatpúrra

1 msk sæt chilli sósa

1 msk smátt skorið ferskt timian eða ½ tsk þurkað

1 dós niðursoðnir tómatar í bitum

8 apríkósur skornar í tvennt eða 400 gr. af niðursoðnum

1 tsk kjúklingakraftur

1 bolli vatn

Hitið olíuna á djúpri pönnu og brúnið kjúklingabitana vel. Setjið kjúklinginn til hliðar. Bætið meiri olíu á pönnuna og mýkið laukinn og hvítlaukinn í olíunni. Setjið kjúklinginn aftur á  pönnuna, bætið tómatpúrrunni, sætu chilli sósunni, timian, niðursoðnu tómötunum, apríkósunum, vatninu og kjúklingakraftinum saman við.  Hrærið vel saman og setjið lok á pönnuna. Eldið við meðalhita í 15 til 20 mínútur eða þangað til kjúklingurinn er gegn eldaður.  Berið fram með hrísgrjónum, cous cous eða salati.

Ritstjórn ágúst 9, 2019 07:14