Hægt að hækka lífeyrinn um 80 þúsund á mánuði

Einstaklingur sem frestar því að hefja töku ellilífeyris frá Tryggingastofnun fær 0,5 prósent hækkun fyrri hvern mánuð sem hann frestar töku lífeyris á meðan hann er á aldrinum 67 til 72ja ára. Hámarkshækkunin er því 30 prósent.  Þeir sem fresta því að taka lífeyrinn til 70 ára aldurs eða í 36 mánuði geta hækkað sínar lífeyrisgreiðslur um 18 prósent á mánuði.

Samkvæmt upplýsingum frá TR fær 67 ára einstaklingur sem býr einn og er með heimilisuppbót 281.050  krónur á mánuði frá TR í dag. Sá sem frestar því að taka lífeyririnn til 72 ára aldurs eða í 60 mánuði fengi 365.365 þúsund krónur, eða liðlega 84 þúsund krónum hærri greiðslur á mánuði. Á ársgrundvelli er munurinn rúm milljón.

Ellilífeyrisþegi í sambúð fær í dag 228.734 þúsund krónur á mánuði en ef hann hefði frestað töku lífeyrisins til 72 ára aldurs fengi hann 297.354 þúsund á mánuði. Mismunurinn er rúmlega 68 þúsund krónur á mánði. Það gerir rúmlega 800 þúsund krónur á ári.

Þessi dæmi miðast við einstaklinga sem ekki eru með neinar greiðslur annarsstaðar frá. Engar lífeyrissjóðstekuur, atvinnutekjur eða fjármagnstekjur.

Þeir sem eru að hugsa þetta mál ættu að hafa í huga að fólk safnar ekki hækkun á ellilífeyri nema á aldrinum 67 til 72 ára aldurs.  Hver og einn getur farið inn á reiknivél tr.is og sett inn eigin forsendur reynt að finna út hverju þetta skilar þeim.

http://www.tr.is/tryggingastofnun/reiknivel-lifeyris/reiknivel

 

 

 

Ritstjórn september 7, 2017 12:11