Hárskugginn er snilldarvara

Flestir sem lita á sér hárið eða eru með strípur kannast við hversu pirrandi það er þegar rótin er orðin áberandi. Nú er hægt að bjarga þessu með WOW hárskugga sem bæði þekur grá hár og lýsir dökka rót. Skugginn er borinn í rótina sem bursta sem fylgir með litnum. Aðeins er sett þar sem sést mest í rótina eins og í skiptingu og við andlitið.

Hafdís Þorbjörnsdóttir

Hafdís Þorbjörnsdóttir

„Þetta er alger snilld til að bjarga sér þegar eitthvað stendur til. Hárskugginn dempar rótarlitinn ótrúlega vel hvort sem fólk er orðið gráhært eða með sinn eðlilega háralit, svo þvæst skugginn úr í næsta þvotti,“ segir Hafdís Þorbjörnsdóttir, hárgreiðslumeistari á Medulla.

WOW skugginn fæst í sex mismunandi litum og er til á mörgum hárgreiðslustofum.Verðið getur verið mismunandi en á Medulla kostar liturinn 8000 krónur en Hafdís segir að hann endist vel.

Á myndböndunun sem sem fylgja með sést hvernig WOW er borið í hárið.

https://www.youtube.com/watch?v=Qpki0H53p1w

https://www.youtube.com/watch?v=WOSnKg9DUI0

Ritstjórn janúar 7, 2015 16:45