Tengdar greinar

Helmingur miðaldra karla með ristruflanir

Dr. Árelía Eydís Guðmundsdóttir rithöfundur og pistlahöfundur og ræddi um sambönd fólks sem komið er á miðjan aldur í þættinum 50 plús á sjónvarpsstöðinni Hringbraut. Árelía sagði að miður aldur væri árin á milli 40 og 65 ára.

„Á miðjum aldri ferðu í gegnum seinna kynþroskaskeiðið,“ sagði Árelía og sagði að bæði karlar og konur færu á breytingaskeið. „Við vitum að lífsánæja fólks er lægst þegar það er 46 ára. Ef að fólk 44 ára er gott fyrir það að fá sér sálfræðing og fara yfir þetta með honum. Annað hvort verður fólk betra eða bitrara þegar þessu skeiði líkur.“  Árelía ræddi einnig um hjónbönd fólks á þessum aldri og þá staðreynd að sumir vaxa í sundur á þessu æviskeiði. „Fólk sem þroskast með eðlilegum hætti þroskast ýmist sundur eða saman. Það þarf að horfa á líkamlegu þættina. Helmingur karla 50 ára og eldri glímir við risvandamál en um það er aldrei talað. Þetta skiptir hins vegar miklu máli fyrir karlmanninn sjálfan. Konur vita að þetta skiptir ekki öllu máli í kynlífinu heldur er það nándin,“ sagði Árelía.

Þórunn Sveinbjarnardóttir

Aðalsteinn Baldursson

Er það réttlátt að fólk missi allan rétt í verkalýðsfélögum þegar það kemst á eftirlaunaaldur var líka ein þeirra spurninga sem velt var upp í þættinum 50 plús. Þórunn Sveinbjörnsdóttir fyrrverandi formaður Eflingar sagði að þar á bæ héldu menn réttindum sínum í tvö ár að loknum starfslokum. Hún sagði að það mætti alveg spyrja hvort það væri ekki rétt að fólk sem hefði greitt áratugum saman í stéttarfélag héldi einhverjum leiðum opnum þegar það hætti að vinna. „Fólk verður að gæta réttar síns og skoða hvaða rétt það hefur þegar starfslokin nálgast,“ sagði Þórunn.  Það er mjög misjafnt milli stéttarfélaga hvaða réttindum fólk heldur eftir við starfslok. Aðalsteinn Baldursson formaður Framsýnar á Húsavík sagði að í hans stéttarfélagi héldi fólk stærstum hluta réttinda sinna við starfslok. Formaður BHM, Þórunn Sveinbjörnsdóttir sagði að í stórum dráttum væru reglurnar þannig að fólk missti allan rétt í sjúkrasjóði og starfsmenntasjóði á hálfu til einu ári eftir starfslok. „Fólk heldur hins vegar réttindum í orlofssjóði gegn vægu gjaldi ævina á enda.“

Þátturinn 50 plús er frumsýndur á Hringbraut á mánudagskvöldum klukkan 20.30. Hann er endursýndur á þriðjudögum og um helgar. Hér er linkur á þáttinn en hann er líka aðgengilegur Hringbraut.is

 

Ritstjórn apríl 4, 2017 12:38