Dásamlegt sumarsalat

Það er loksins farið að hlýna svolítið og þá langar okkur oft í örlítið léttari mat. Hér er hugmynd að góðu salati sem getur hentað hvort sem er í hádegis eða kvöldmat.

Tvær kjúklingabringur

hveiti

egg

brauðraspur

3 matskeiðar dijon sinnep

3 matskeiðar hunang

1 teskeið eplaedik

1 haus roamaine kál

1 meðalstór avocado afhýðið og skerið í sneiðar

½ rauð paprika skorin í þunna strimla

1 box (250 gr) cherry tómatar (skornir í tvennt)

¼ rauðlaukur þunnt sneiddur

Veltið kjúklinabringunum uppúr hveiti, þá eggi og loks raspinum. Steikið upp úr góðri olíu á miðlungsheitri pönnu. Á meðan kjúklingurinn er að steikjast kryddið hann með salti og pipar.  Þá er það dressingin. Hrærið eða hristið saman hunang, sinnep og eplaedik. Hrærið þangað til blandan er orðin silkimjúk, bragðbætið með salti og pipar. Rífið grænmetið niður og setjið  í skál og hellið dressingunni yfir. Gætið þess að dressingin þeki allt salatið. Takið kjúklingabringurnar og sneiðið þunnt og leggið yfir salatið. Berið strax fram. Það getur líka verið gott að rista furuhnetur og strá yfir salatið.  Það er dásemdin ein að bera gróft brauð með smjöri eða olíu fram með þessu salati ásamt ísköldu vatni eða hvítvíni.

Ritstjórn apríl 20, 2018 10:21