Hið ósagða vegur þungt

Af og til rekur á fjörur manns bækur sem eru svo mannlegar og hlýjar að þær skilja lesandann eftir ríkari að lestri loknum. Fóstur eftir Claire Keegan er ein þessara bóka. Samt er hún örstutt ef taldar eru blaðsíður og línur en sagan sem hún segir er löng og stór.

Screenshot

Þetta er saga stúlku sem send er í fóstur til skyldmenna meðan móðir hennar fæðir enn eitt barnið. Heimili hennar er fátækt og nokkuð augljóst að fátæktin á sér fleiri orsakir en þær að barnahópurinn er stór. Á heimili Kinsella-hjónanna ríkir hins vegar velmegun og annað andrúmsloft. Þar eru engin leyndarmál þótt ekki sé endilega talað um ákveðna hluti. Milli stúlkunnar og hjónanna myndast samband en svo kemur að því að þau þurfa að skila henni heim.

Á milli línanna og undir hverju orði liggur svo mikið, allt hið ósagða sem vegur svo þungt. Textinn er einfaldur en blæbrigðaríkur og þessi saga er í senn svo skerandi sorgleg og falleg að það er ekki hægt annað en að gráta svolítið yfir henni en líka gleðjast að alls staðar og alltaf verður til gott fólk.

Steingerður Steinarsdóttir ritstjóri Lifðu núna skrifar.

Ritstjórn apríl 23, 2024 10:21