Hvað er tekjuáætlun?

Þeir sem nú eru að fara á eftirlaun og eiga rétt á greiðslum frá TR þurfa að skila tekjuáætlun til að unnt sé að reikna út hvaða greiðslur þeir eiga rétt á. Ástæðan er sú að greiðslurnar eru tekjutengdar. Tekjuáætlun er skilað inn og breytt á Mínum síðum. Það er ákaflega mikilvægt að tekjuáætlunin sé rétt.

Tryggingastofnun hefur gefið út fræðslumyndband um tekjuáætlun, en allar skattskyldar tekjur eru skráðar í hana.

Tekjuáætlun er áætlun lífeyrisþega yfir þær tekjur sem hann sér fram á að hafa samhliða greiðslum Tryggingstofnunar.

Í tekjuáætlun skal skrá heildartekjur fyrir staðgreiðslu skatta. Skattskyldar tekjur geta verið atvinnutekjur, lífeyrissjóðstekjur, fjármagnstekjur, erlendar tekjur og aðrar skattskyldar tekjur.

Ef tekjur breytast er nauðsynlegt að breyta tekjuáætluninni til að greiðslur séu réttar. Þá eru greiðslur reiknaðar upp á nýtt. Eftir að tekjuáætlun hefur verið breytt er hægt að fá bráðabirgðaútreikning.

Þegar staðfest skattframtal liggur fyrir eru tekjutengdar greiðslur Tryggingastofnunar endurreiknaðar. Þannig er tryggt að greiðslur séu réttar.

Sjá myndbandið hér að neðan.

Ritstjórn september 23, 2021 07:00