Hvernig taka á stjórn á eigin mataræði eftir sextugt

Flestir megrunarkúrar kynna nálgun að mataræði sem á að virka fyrir alla. Þar er kynnt breyting á mataræði og hvernig á að koma því að í daglegu lífi fólks, stundum með miklu magni af fæðubótarefnum.

Vandamálið er að reynt er að láta alla passa í eitt og sama prógramið en staðreyndin er sú að við erum öll einstök og það sem virkar fyrir einn virkar ekki endilega fyrir annan.

Það væri eins og ef augnlæknirinn myndi reyna að sannfæri sjúklinga sína um að af því að gleraugun sem hann notar sjálfur séu svo góð ættu þeir líka að fá alveg eins. Við myndum líklega ekki treysta hans ráðum.

Gættu þín á tískustraumum í mataræði

Er kaffi, vín eða súkkulaði hollt fyrir okkur eða óhollt. Ef þér líkar svarið ekki skaltu bara spyrja aftur eftir nokkra mánuði.

Svona aðstæður voru endurskapaðar í grínmyndinni Sleeper frá 1973 þar sem Woodie Allen setur á svið samtal tveggja lækna í framtíðinni þar sem verið er að endurþíða eiganda heilsuvöruverslunar sem frystur var 1973 og þíddur 200 árum síðar:

Læknir 1: „Hefur sjúklingurinn beðið um eitthvað sérstakt?“

Læknir 2: „Já, í morgunmat bað hann um eitthvað sem hann kallaði hveitikím, lífrænt hunang og tígurmjólk“.

Læknir 1: „Ó já, þetta voru efni sem fólk hélt að innihéldi eiginleika sem hefði áhrif á lífslíkur.“

Læknir 2: „Ertu að meina að það hafi ekki verið til djúpsteikngarfitur, ekki steik, rjómatertur eða frönsk súkkulaðiterta?“

Læknir 1: „Þetta var allt talið vera mjög óhollt. Einmitt andstæðan við það sem við vitum núna að er rétt.“

Læknir 2: „Þetta er ótrúlegt!“

Vertu eiginn yfirmaður

Tískumataræði kemur og fer og oft leiða kúrarnir til þess að við bætum á okkur fleiri kílóum en fækkum þeim ekki. Þess vegna er mikilvægt að í stað þess að fylgja hugsunarlaust auglýstum og tilbúnum plönum og uppskriftum er betra að breyta viðhorfi og læra nýjar uppskriftir sem falla okkur í geð.

Fyrsta skrefið er að vera viss um að þú sért tilbúin(n) til að skuldbinda þig til að breyta mataræði þínu. Næst skaltu hitta hæfan heilbrigðisstarfsmann og fáðu að vita sem mest um eigin heilsu áður en þú býrð til nýtt matarplan og æfingaprógram sem hæfir þér best. Eftir því sem tíminn líður skaltu taka stöðuna með reglulegu millibili til þess að stilla prógramið svo að sem mestur árangur náist.

Spurningar til að spyrja okkur sjálf:

  1. Hverjar eru matarvenjur mínar?
  2. Hvaða matartegundir eiga við mig og hverjar ekki?
  3. Hvaða áætlun hjálpar mér að borða bara eins mikið og ég þarf og hvenær borða ég of mikið?
  4. Hverjar eru núverandi æfingavenjur mínar?
  5. Hvernig get ég fellt líkamsrækt inn í tímaáætlun mína?
  6. Hvaða áætlanir um mat og hreyfingu get ég tileinkað mér sem styrkja það sem mér gengur nú þegar vel með og gefur mér að auki valkosti við venjurnar sem ég vil breyta?

(Þýdd grein af vef Sixtyand me)

 

 

 

 

 

Ritstjórn september 24, 2020 08:45