Lífshættuleg fæða

Fiskur er hollur

Fábreytt mataræði, með miklu kjöti og söltum mat, getur valdið því að menn deyja fyrir aldur fram, samkvæmt nýrri skýrslu um matarvenjur eftir vísindamenn við Tufts Friedman School of Nutrition Science and Policy í Bandaríkjunum.

Vísindamennirnir halda því fram að tíu fæðutengundir tengist næstum helmingi þeirra dauðsfalla í Bandaríkjunum, sem verða vegna hjarta- og æðasjúkdóma.

Í skýslunni er að finna lista yfir sex fæðutegundir sem eru góðar fyrir heilsuna og þar eru einfaldar ábendingar um hvað fólk á að borða, eða ekki borða, ef það vill minnka verulega hættuna á að það fái hjarta- og æðasjúkdóma.

Sex fæðutegundir sem menn eiga að borða meira af:

  • Hnetur
  • Fiskur
  • Grænmeti
  • Ávextir
  • Gróft korn
  • Ómettuð fita, en hana er að finna í t.d.sojaolíu, kornolíu og valhentum.

Fæða sem menn eiga að borða minna af:

  • Salt
  • Unnar kjötvörur
  • Sætar drykkjarvörur
  • Rautt kjöt

Renata Micha sem veitti rannsókn Tuft forstöðu, gerðu fæðulistann uppúr niðurstöðum kannana sem gerðar voru á vegum bandarískra yfirvalda. Þær náðu til 16 þúsund manna og stóðu í 13 ár, frá 1999-2012. Það er margt forvitnilegt í niðurstöðunum en í þeim kemur meðal annars fram að unnar kjötvörur og sætar drykkjarvörur voru helsti áhættuþátturinn hjá fólki sem var yngra en 65 ára, en hjá þeim sem voru 65 ára og eldri, var það helsti vandinn að fólk borðaði of mikið af salti, en of lítið af hnetum og grænmeti.

„Ég er satt að segja ennþá undrandi á því að fólk og stjórnmálamenn skuli hafa tilhneigingu til að gleyma þeirri staðreynd að það að borða hollt getur forðað fólki frá ótímabærum hjartasjúkdómum, slagi og sykursýki tvö. Ef við höfum þetta hugfast, getum við flest átt heilbrigðara og betra líf“, segir Renata Micha um niðurstöður rannsóknarinnar.  Sjá meira um rannsóknina hér.

 

Ritstjórn mars 14, 2017 10:31