Hvít nótt

Sigurður Pálsson hefur sent frá sér ljóðabókina Ljóð muna rödd.  Í henni yrkir Sigurður um grundvallaratriði lífsins: jörð, eld, loft og vatn,en líka raddir, skugga, ljós og myrkur og hvítar nætur og heilaga gleði. Þetta er ein persónulegasta og áhrifamesta ljóðabók sem Sigurður hefur sent frá sér. Við birtum hér eitt ljóð bókarinnar.

 

Hvít nótt

Ekki var hún svefnlaus

þessi nótt

 

Samt var hún hvít

alveg snjakahvít

 

Að morgni er blað

á borðinu

með bókstöfum

 

Sá sem sat við borðið

er horfinn

 

Ritstjórn desember 25, 2016 19:40