Ellert gefur út bók

Fyrsti leikur í Evrópukeppni hjá báðum liðum sem leikinn var á Laugardalsvelli. Fyrirliðar takast í hendur, Yeats fyrirliði Liverpool og Ellert Schram fyrirliði KR.

Kæru lesendur!

Nú er ég hættur sem formaður Félags eldri borgara í Reykjavík og nágrenni. Skrifa og sendi litla kveðju til allra sem „lifa núna“ og eru mér samferða á þessari lífsgöngu. Í fyrra þegar ég nálgaðist áttatíu ára afmæli mitt, var ég upptekinn við að skrásetja  endurminningar mínar og gefa út bók.

Eins og þið munið öll, lenti FEB í miklum erfiðleikum, þegar í ljós kom að íbúðir sem félagið hafði byggt og boðið kaupendum verð sem var fjögur hundruð milljóna króna lægra  en kostnaður bygginganna. Mikill tími og ógrynni stunda fóru í að forða FEB frá gjaldþroti sem tókst með samstilltu átaki stjórnar og starfsmanna FEB. Síðan kom covid-19 og skall með þunga á þjóðina og leiddi meðal annars til samkomubanns sem kom í veg fyrir að hægt væri að halda aðalfund félagsins og leiddi einnig til margvíslegra erfiðleika varðandi starfsemi félagsins. Allt þetta hafði sín áhrif og kom í rauninni í veg fyrir að ég gæti einbeitt mér að bókinni minni og þurfti ég að leggja skrifin til hliðar um tíma.

Nú er loksins bókin (Ellert) tilbúin og kemur út í næsta mánuði. Þar er ég að rekja ætt mína, minningar um afa mína og ömmur, foreldra mína og aðra ættingja og

Alltaf í boltanum, og nú með barabörnunum.

systkini.

Unglingsárin, sveitalífið, skólagöngu, fótboltann, forystu í knattspyrnu og öðrum íþróttum, stjórnmálin og verkefnin þar, ristjóraferillinn sem og afskiptum af málefnum eldri borgara. Svo eitthvað sé nefnt. Allt er þetta minnisstætt og vonandi munu þið lesendur hafa gaman af lestri bókar og að rifja upp með mér gamla tíma, atburði og breytt samfélag.

Með öðrum orðum er ég enn að láta heyra til mín og rekja mína lífsgöngu.

Ellert B. Schram

Ritstjórn október 7, 2020 07:46