„Þú ræður hvort þú trúir því, en körlum finnst æðislegt að fá gjafir. Eru jafnvel æstari í það en konur“, segir í grein á bandarísku vefsíðunni aarp.org, Þar segir að kaupa megi handa þeim dýrar gjafir eins og AirPods, nuddtæki, þungt teppi og heyrnartól sem útiloka utanaðkomandi hávaða. En í greininni eru líka alls kyns hugmyndir um gjafir á viðráðanlegu verði. Og þó þessir hlutir fáist ekki hér á landi, er gagnlegt fyrir þá sem vita ekki alveg hvað á að gefa manninum sínum, eða karlmönnum í fjölskyldunni að kíkja á eftirfarandi lista, enda sambærilegar vörur yfirleitt fáanlegar hér.
- Íhaldssami karlmaðurinn
Hann er íhaldssamur, vill uppáhellt kaffi og hlustar ennþá á geisladiska. Hann er hrifnari af því að lesa fréttirnar í blaði, en að lesa þær á netinu. Þegar kemur að fatnaði vill hann hefðbundinn fatnað, en samt með svolitlu nútímaívafi. Hér fyrir ofan sjáum við mynd af slopp, lesgleraugum og fallegri peysu og buxum. Gæti það verið eitthvað?
- Útivistartýpan
Þessi manngerð tekur langar göngur til að hressa sál og líkama. Jafnvel þó það sé rigning eða snjór. Það er mælt með því að gefa honum góða útivistarhanska, hettupeysu eða herrailm.
- Starfsmaðurinn útivinnandi
Kannski vinnur hann heima, eða frá níu til fimm á skrifstofu og er hæstánægður með það. En vinnufatnaður karla hefur breyst, segir í greininin. Það er verkefni að finna föt, sem eru ekki mjög formleg og heldur ekki of hversdagsleg. Gallaskyrta úr stretch efni er tilvalin gjöf. Það er hægt að setja upp bindi og nota hana líka við jakka. Svo má líka bretta upp ermarnar og vera óformlegri. Kasmír trefill er önnur hugmynd að gjhöf og svo auðvitað sjampó, rakakrem og herrailmur, allt í einum pakka.
- Sá sem vill slaka á
Hann er enn að spila í hljómsveit með gömlum skólafélögum, finnst gott að vera í gallabuxum og inniskóm og tónlistin sem hann hefur gaman af, er frá sjöunda áratugnum. Hugmynd að gjöfum fyrir hann eru: Flíspeysa, prjónahúfa og hlýir inniskór.
- Maður á ferð og flugi
Hann er með áætlanir um alls kyns ferðalög á árinu og þá geta ýmsir hlutir komið sér vel. Til að mynda peningaveski, trefill og húfa, hanskar og dúnúlpa.
- Handlagni maðurinn.
Hann gerir við ýmislegt heima, lagar til dæmis heita pottinn, eða skáphurðina sem var hætt að virka. Hann þekkir Húsasmiðjuna og Byko eins og lófann á sér, en það á sennilega ekki við um Kringluna eða Smáralind. Hugmyndir að gjöfum fyrir hann, eru til dæmis bómullarpeysur í góðum litum, þægilegir inniskór og herrailmur.
- Karlmaðurinn sem vill slappa af heima
Hann nýtur vetrarins, þegar stormar geisa. Finnst gott að vera inni að lesa eða elda mat þegar frostið bítur úti. Gjafir sem taldar eru henta honum er eitthvað þægilegt til að slaka á í heima. Flónelsnáttföt, inniskór eða þægileg peysa sem passar vel við joggingbuxur eða gallabuxur.
- Íþróttaáhugamaðurinn
Hann horfir ýmist á leikina í sjónvarpinu heima eða fer á völlinn, en er ekki endilega manngerðin sem drífur sig í ræktina. Það hentar því vel að gefa honum eitthvað sem er gott að vera í á vellinum þegar kalt er úti. Þykkir sokkar gætu komið sér vel og þykk peysa eða úlpa. Við þessa hugmynd má svo bæta trefli, húfu, hönskum eða vettlingum. Andlitskrem er einnig meðal hugmyndanna fyrir þennan mann, enda alltaf gott að eiga rakakrem.