Kjúklingaspjót með satay sósu –

4 kjúklingabringur, skornar í 4 – 5 lengjur hver

Kryddlögur:

safi úr einni sítrónu

1 hvítlauksrif, pressað

2 msk. sojasósa

Blandið öllu saman og látið kjúklingalengjurnar í löginn. Látið bíða í ísskáp í 30 mín.

 

Satay sósa:

4 msk. hnetusmjör

1 msk. olía

1 1/2 dl tómatsósa

3 msk. worcestershire sósa

1 hvítlauksrif, marið

1/2 tsk. salt

 

Hitið olíuna í potti og látið hnetusmjörið út í. Látið krauma þar til blandan hefur dökknað svolítið og þykknað. Hrærið stöðugt í á meðan. Takið pottinn af hellunni og bætið tómatsósu, worcestershire sósu, hvítlauk og salti í sósuna og hrærið saman og geymið í 2 klst. Hitið sósuna þá varlega upp en gætið þess að hún sjóði ekki. Ef hún er of þykk má þynna hana með svolitlu vatni. Skiptið kjúklingalengjunum á fjóra grillpinna og grillið á meðalheitu grilli í 4-5 mínútur á hvorri hlið. Gott er að bera þetta fram með jöklasalati og grilluðu brauði ásamt satay sósunni.

 

Ritstjórn apríl 30, 2021 13:04