Langar helgar, gleði eða pína?

Það eru margir sem lengja helgarnar yfir sumartímann með því að taka sér annaðhvort frí á föstudegi eða mánudegi. En eru þriggja daga helgar góðar fyrir sál og líkama. Í grein sem birtist nýlega á vef Huffington Post segir að ef fólk skipuleggi ekki löngu helgarnar séu þær líklegar að líða hjá og endurnæri hvorki líkama eða sál. Það á hins vegar ekki ætla sér um of því þá er hætta á að fólk ofgeri sér og snúi þreyttara til vinnu en áður en það fór í fríið. Fólki er hins vegar ekki ráðlagt að skipuleggja nema hluta af tímanum. Hér eru nokkrar tillögur að því sem hægt er að gera eina góða þriggja daga helgi.

  1. Það getur verið gaman að fara í útilegu en það getur verið ansi mikil vinna nema fólk sé því þjálfaðra í útilegum. Farðu frekar svo dæmi séu tekin í eins dags skoðunarferð um Suðurnesin, Suðurland eða Borgarfjörð eða í Grasagarðinn í Laugadal eða í Húsdýragarðinn með yngstu börnin í fjölskyldunni.
  2. Þriggja daga helgi er líka upplögð til að gera eitthvað sem lengi hefur setið á hakanum á heimilinu. Svo sem að koma skikki á fataskápinn, taka til í geymslunni, bílskúrnum eða mála eitt eða tvö herbergi.
  3. Bjóða ættingjum og vinum í mat, bara vera ekki að hafa það of flókið, pottréttur eða grill. Boðið á að vera til þess að hitta fólkið sitt en ekki vera á þönum í kringum það. Góðra vina fundur er endurnærandi og skemmtilegur.
  4. Taka sér frí frá samfélagsmiðlum þó ekki væri nema hálfan dag. Í leiðinni er gott að slökkva á símanum, heimurinn ferst ekki þó ekki náist samband við fólk í nokkra klukkutíma.
  5. Kúra frameftir og reyna að sofa sem mest og best.
  6. Bjóða fram krafta sína og hjálpa vinum og ættingjum við eitthvað sem þeir eiga í erfiðleikum með. Kannski vantar nákominn ættingja einhvern til að hjálpa í svo sem hálfan dag en kann ekki við að biðja um aðstoð. Það færir bæði þeim sem hjálpar og þiggur hjálpina vellíðan.
  7. Fara út að borða eða í bíó, jafnvel út að dansa. Öll hreyfing eykur vellíðan og minnkar stress.
  8. Skipuleggðu næsta langa frí. Hugsaðu um hvað þig langar að gera. Eyddu tíma í að lesa þér til, finna hagstæð flugfargjöld og gistingu á góðu verði. Þá hefur fólk eitthvað til að hlakka til í margar vikur.
  9. Margir kvíða fyrir að mæta til vinnu aftur. Reyndu að ýta vinnunni frá þér en taktu þér smástund til að íhuga hvað þurfi að gera í vinnunni fyrstu klukkutímana eftir að þú snýrð aftur. Það getur róað fólk og það nær betri nætursvefni.

 

 

Ritstjórn júlí 4, 2017 11:16