Twist dansinn fer sigurför um landið

Það muna sjálfsagt margir sem eru komnir yfir miðjan aldur þegar þeir lærðu að dansa twist, en þann 16.mars árið 1962 birtist þessi klausa í Vísi, ásamt mynd af börnum sem voru að tileinka sér þessa list

Twist dansinn fer nú sigurför um landið og þykir vart tíðindum sæta lengur, þótt fólk á skemmtistöðum bregði á leik og stígi hann í stað „gömlu dansanna“ eins og rokk og jitterbug. Og nú er dansinn kenndur í öllum dansskólum, jafnvel í yngri flokkunum. En til þess að auðvelda börnunum að læra hina réttu hreyfingu eru notuð sérstök svokölluð twist-belti. Ljósmyndari Vísis tók þessa mynd fyrir nokkru í dansskóla Hermanns Ragnars og er auðséð á myndinni að börnin skemmta sér við að dansa twist.

 

Ritstjórn mars 24, 2015 11:50