Leggings fyrir konur á fimmtugs- og sextugsaldri og þaðan af eldri

 

Leggings og þröngar gallabuxur með teygju eru ótrúlega þægilegur fatnaður. Sumum finnast leggings ósmekklegar en líkt og með önnur föt er hægt að vera smart  í þeim, það þarf bara að huga að því úr hverskonar efni leggingsbuxurnar eru og hvað er notað við þær. Skálmasíddin þarf líka að vera rétt.  Rétt fyrir ofan ökklann er falleg sídd. Þegar konur eldast ættu þær að gæta þess að vera ekki í of þunnum leggings. Flestum konum á miðjum aldri og eldri fer betur að vera í toppum, jökkum og kjólum yfir leggings sem ná niður á rassinn eða niður fyrir hann. Flatbotna skór eru flottir við leggings og sömuleiðis sandalar.  Við fundum þetta myndband sem sýnir á einfaldan hátt hvernig það er hægt að vera flottur í leggings og þröngum gallabuxum í sumar.

 

Ritstjórn maí 7, 2015 13:24