Leyfum tánum að njóta sín í sumar

Þegar vorar langar marga að fara í opna skó, og leyfa tásunum að njóta sín. Fyrir þær sem langar að ganga um á sandölum með hæl eru kubba hælar mun þægilegri en mjóir hælar, það vita allir sem hafa prófað. Það getur hreinlega verið sársaukafullt að þramma um á háum mjóum hælum allan daginn. Lifðu núna rakst á þessa flottu sandala á vef Huffington Post og þeir eiga það allir sameiginlegt að vera með frekar lágum kubba hælum. Skórnir fara vel við gallabuxur, pils og kjóla Það ætti að vera hægt að ganga á þessu skótaui án þess að þreytast um of.

 

 

Ritstjórn mars 24, 2017 14:20