Málssókn gegn ríkinu eina úrræðið

Aðalfundur Félags eldri borgara í Reykjavík sem haldinn var í síðustu viku, samþykkti ályktun þar sem lýst var fullum stuðningi við málssókn Gráa hersins gegn stjórnvöldum og hvatti eftirlaunafólk í landinu til að flykkja sér á bak við hana. Síðan segir orðrétt í ályktuninni.

Tilgangur málssóknarinnr er að fá úr því skorið hvort skerðing almannatrygginga standist stjórnarskrá og mannréttindasáttmála. Eftirlaunafólk hefur ekki yfir að ráða neinum þvingunarúrræðum til að knýja á um úrlausn mála sinna gagnvart stjórnvöldum. Málssókn gegn ríkinu er því aðfrð sem eftirlaunafólk neyðist nú til að grípa til, þar sem ekki virðast vera líkur á að aðrar og hefðbundnari aðferðir muni bera árangur.

Fundurinn fagnar mjög þeirri ákvörðun stórnar VR að gerast fjárhagslegur bakhjarl Málsóknarsjóðs Gráa hersins  og tryggja með því að mögulegt verður að reka málið fyrir öllum dómsstigum þar til lokaniðurstaða fæst.

 

 

Ritstjórn júní 22, 2020 07:31