Öflugt ónæmiskerfi er nauðsynlegt fyrir varnir okkar og til þess að stuðla að því að við séum í okkar besta formi dag hvern. Við áttum okkur flest á því að mikilvægt er að huga að vörnum okkar, meðal annars með því að gæta að persónulegu hreinlæti og styðja við ónæmiskerfið.
Skynsamlegt er að huga að fyrirbyggjandi þáttum fyrir heilsuna frekar en að reyna að slá eingöngu á einkenni þegar þau eru komin fram og því skiptir einnig máli að hlúa að þarmaflórunni, þar sem stærsti hluti ónæmiskerfisins er staðsettur í meltingarvegi. Rökrétt er að beina athyglinni að því sem við getum gert til að styðja við eðlilega virkni þessa mikilvæga kerfis, ónæmiskerfisins.
Hippocrates sagði á sínum tíma „Allir sjúkdómar hefjast í meltingarvegi“ og við skiljum ef til vill enn betur hvað hann átti við, eftir því sem rannsóknum á hinni mögnuðu örveruflóru, þarmaflórunni, fleygir fram og sýnt er fram á mikilvægt hlutverk hennar gegn sjúkdómum og í heilsu, jafnt andlegri sem líkamlegri – og einnig þegar kemur að samspili hennar við ónæmiskerfi okkar.
Ónæmiskerfið vinnur sífellt að því að vernda okkur, en við erum í snertingu við mögulega sýkla og veirur öllum stundum. Stór hluti ónæmiskerfis okkar er staðsett í meltingarveginum en virkni og almennt heilbrigði meltingarvegarins ræðst meðal annars af samsetningu örveruflóru hans, þarmaflórunni. Ef ónæmiskerfið starfar ekki sem skyldi eða röskun á þarmaflóru á sér stað getur hættan á sýkingum, bólgum og öðrum sjúkdómum aukist.
Streituvaldandi umhverfi, breytingar á mataræði, hækkandi aldur, svefnskortur og nútíma lifnaðarhættir almennt eru þættir sem jafnvel geta haft áhrif á heilsu okkar en rannsóknir hafa sýnt fram á að fjölbreytt og vel nærð örveruflóra geti stuðlað að bættu ónæmiskerfi á ýmsan hátt.
Hvað er mjólkursýrugerill?
FAO/WHO (Alþjóðaheilbrigðisstofnunin) samþykkti árið 2002 að skilgreina mjólkursýrugerla (e. probiotics) sem „lifandi vistkerfi sem, miðað við að það sé gefið í nægjanlegu magni, hefur heilsubætandi áhrif á þann sem neytir“.
Vistkerfi líkamans er bæði flókið og fjölbreytilegt kerfi en þarmaflóran er magnað fyrirbæri. Mjólkursýrugerlar eru hluti af örlífverum þarmanna en ekki eru þeir allir eins, til að mynda bindast þeir ólíkum viðtökum í þörmunum sem leiðir til ólíkra áhrifa þeirra á ónæmiskerfið, næringarupptöku, þarmaflóruna og svo framvegis og getur virkni þeirra verið býsna ólík.
Caroline Montelius PhD, hjá Probi AB í Svíþjóð, hefur unnið með mjólkursýrugerla um árabil og hér segir hún okkur frá Probi® Family.
“Probi® Family er vara sem inniheldur sérvalda samsetningu af einkaleyfisvörðu mjólkursýrugerlunum Lactobacillus plantarum HEAL9 og Lactobacillus paracasei 8700:2 ásamt fólasíni, D-vítamíni og B-12 vítamíni. Rannsóknir hafa sýnt fram á að mjólkursýrugerlarnir lifa af niðurbrot meltingarvegarins og hið sýrða umhverfi magans sem og ná bólfestu í þörmunum. Probi® Family eru bragðgóðar tuggutöflur ætlaðar allri fjölskyldunni frá þriggja ára aldri,“ segir Caroline.
Þægilegar tuggutöflur fyrir þá yngstu og elstu
Probi® Family góðgerlar og vítamín tuggutöflur eru notaðar með það að markmiði að styðja við eðlilega virkni ónæmiskerfisins. „ Í hverju glasi eru 90 stk. af bragðgóðum tuggutöflum sem henta öllum í fjölskyldunni frá 3 ára aldri“
Það er í góðu lagi að taka Probi® Family á sama tíma og við notum Probi® Mage eða Probi® Járn, ef vill, enda um vörur með mismunandi innihaldsefnum, og ólíka eiginleika, að ræða.
Þú færð Probi® Family í apótekum, heilsuverslunum, Krónunni, Hagkaup, Fjarðarkaupum, Nettó, Melabúðinni og í Heimkaup.
Probi® Family er fæðubótarefni. Neysla fæðubótarefna kemur ekki í stað fjölbreyttrar fæðu og heilsusamleg lífernis.