Hunangsgel á neglurnar

Eftir miðjan aldur kannst margir við að gerð hárs og nagla breytist. Neglur verða oft stökkar og brotna auðveldlega eða klofna. Þar getur skortur á vítamínum og steinefnum komið til en ýmsir sjúkdómar og lyfjainntaka geta líka verið orsakavaldurinn. Erfðir skipta þó töluverðu  máli.

Vökvainntaka

Ef vökvainntaka hefur verið minni en venulega verða neglurnar brothættari. Tíðir handþvottar og naglalakkshreinsar eða önnur sterk efni geta einnig baldið því að neglurnar þorni. Mörgum hefur reynst vel að dýfa höndunum í ólífu- eða möndluolíu til að mýkja þær. Meðal vítamína sem eru  mikilvæg fyrir heilbrigða húð og neglur eru A-B og C vítamín, steinefni og snefilefni en fræðin segja þó að flestir fái næg vítamín og steinefni sé fjölbreyttrar fæðu neytt. En ef fólk þjáist af einhæfu fæði eða meltingarsjúkdómum getur verið nauðsynlegt að taka vítamín eða steinefni og má nefna að sjúkdómar eins og efnaskiptasjúkdómar, hjarta- og lungnasjúkdómar og raunar ýmsa fleiri sem geta hafa áhrif á neglur og hár. Hins vegar er hægt að halda nöglum heilbrigðum með góðri umönnun og góðu mataræði.

Og hvað er svo til ráða?

Samkvæmt naglasérfræðingi á Snyrtistofunni Gyðjunni, Steinunni Björk Sigurjónsdóttur, eru ýmis ráð til í því skyni að halda nöglum fallegum. Hún nefnir fyrst lökkun með sérstöku hunangsgeli sem notað er eftir almenna hand- og naglasnyrtingu. Það er náttúrlega efnið hunang sem er uppistaðan í gelinu sem heitir Bio Sculpture gel og er það gel vinsælast. Steinunn segir að í þeirri meðferð sé einfalt að byggja neglur upp og styrkja og segir að konur komi gjarnan einu sinni í mánuði til að fá slíka meðhöndlun fyrir hendur sínar. Hunangsgelið er til ýmist glært eða í litum. Annað gel heitir strip-lakk sem er léttara og endist skemur en sé nokkurs konar hlíf yfir eigin neglur. Þó segir hún að það geti enst allt upp í 4 vikur en vika til 10 dagar séu öruggir. Í báðum tilfellum segir Steinunn að gelin þoli sundferðir og venjulegt vatnssull.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Ritstjórn október 24, 2017 10:37