Það er betra að vera í smáholdum

Það er ekki verið að hvetja fólk til að tvöfalda skammtastærðirnar þó það lesi þessa grein. Með öðrum orðum passið upp á að verða ekki of þung. En það geta þó fylgt því nokkrir kostir að vera með smá hold utan á sér segir í grein á vefnum aarp.org.

Í fyrsta lagi er orka fólginn fitunni. Eldra fólki hættir til að léttast um of þegar líður á ævina. Það er því gott að hafa af einhverju að taka á þessu æviskeiði, segir Dain LaRoche prófessor við háskólann í New Hampshire. Í fyrndinni þegar fólk þurfti að veiða sér til matar safnaði það fitu á þeim árstímum sem vel veiddist. Fituforðann notuðu frummennirnir til að lifa af veturinn. Það sama gildir um eldra fólk og fólk sem veikist af krabbameini, það er gott að hafa smá fituforða því fólk grennist oft mikið á síðari stigum sjúkdómsins.

Í öðru lagi þá eru það fituleysanlegu vítamínin A, E, D, og K sem eru geymd í vefjum líkamans. Það þarf fitu í matinn til að líkaminn geti nýtt þessi vítamín. Bestu vítamíngjafarnir eru feitur fiskur, olífuolía og avokadó en vítamínin er líka að finna í fjölda annara matvæla. Þeir sem fara á fituskert matarræði eiga á hættu að líkamann fari að skorti fituleysanlegu vítamínin. Það getur haft í för með sér beinþynningu, aukna bólgumyndun í líkamanum og ýmis húðvandamál.

Í þriðja lagi, í köldu veðri er betra að vera með smá fitulag utan á sér. Fólki verður ekki eins kalt, því fita er einangrun og dregur úr hitatapi í líkamanum. Í fjórða lagi ver fita  líkamann fyrir áverkum. Fita sem sest utan um líffærin verndar þau og gefur orku.

A lokum segir LaRoche að það það sé betra að vera „fit“ en feitur, en allt sé þó best í hófi. Það séu neikvæðar hliðar á því að vera allt of grannur. Það séu sömuleiðis magar neikvæðar hliðar á því að vera of feitur. „Þetta snýst allt um jafnvægi“ segir hann.

Ritstjórn apríl 28, 2017 13:00