Ofnbökuð bleikja með chili, hvítlauk og ólífuolíu

Leifur Kolbeinsson yfirmatreiðslumaður á Marshall veitingahúsi + bar á heiðurinn af þessari einföldu en fljótgerðu bleikjuuppskrift. Uppskriftina fundum við á vefnum Fiskur í matinn en þar er að finna margar góðar fiskuppskriftir.  Á síðunni er líka að finna þessa skemmtilegu staðreynd um bleikju: Stærsta bleikja sem veiðst hefur á Íslandi var 87,5 cm að lengd og um 10 kg að þyngd en tegundin verður þó sjaldnast mikið þyngri en 500g. En þá að uppskriftinni þetta er það sem tilþarf.

800 gr bleikja

60 ml smjör

60 ml ólífuolía

6 hvítlauksgeirar fínsaxaðir

Safi úr ½ sítrónu

1 tsk. reykt paprikukrydd

½ tsk chili flögur

Salt og pipar

Bræðið smjörið og blandið ólífuolíunni saman við. Setjið hvítlauk, chili, paprikukrydd, salt og pipar saman við ásamt safanum úr sítrónunni. Hitið varlega þar til laukurinn er eldaður. Hellið yfir fiskinn og bakið í vel heitum ofni við 220°C í u.þ.b. 6 mín.  Berið fram með t.d. með hrásalti, kartöflum eða því sem ykkur finnst best passa.

 

Ritstjórn mars 8, 2019 07:35