Hversu mikið eigum við að borða?

Hversu mikið af kjöti, fiski og meðlæti á að ætla á hvern fullorðin einstakling er sígild spurning. Orkuþörf einstaklinga er mismikil hún ræðst meðal annars af aldri og því hvort að fólk hreyfir sig eða er kyrrsetufólk. Tölurnar hér eru meðaltalstölur en sumir gætu því þurft minni skammta en aðrir stærri. Margrét Sigfúsdóttir skólastýra Hússtjórnarskóla Reykjavíkur segir að hún áætli 300 grömm af kjöti á beini á mann en ef kjötið er beinlaust þá áætli hún 150 til 175 grömm.  Ef fiskur sé í matinn áætli hún 300 til 400 grömm af fiski með roði og beini en af hreinsuðum fiski 200 til 250 grömm. Af kartöflum sé áætlað 100 til 200 grömm og af ósoðnum hrísgrjónum ½ til ¾ desílítrar og af sósu 1 til 1 ½ dl á mann.  Á vefnum matarsóun.is er lítil reiknivél þar sem hægt er að setja inn fjölda þeirra sem verða í mat og haka við kjöt, fisk, meðlæti og svo framvegis. Að því loknu fæst uppgefið hversu mikið á að áætla á hvern og einn. Auðvitað borðum við ekki öll jafn mikið en þetta auðveldar að finna rétta skammta. Á síðum Landlæknisembættisins er að finna nokkrar greinar um næringu. Í einni þeirra kemur fram að algengur skammtur af fiski sé 150 g. Það má reikna með heldur minna magni af kjöti í skammti en svipuðu magni af kartöflum eða öðru meðlæti t.d. byggi, hýðishrísgrjónum eða heilhveitipasta og einum skammti af grænmeti sem er um 100 g.

Hér eru nokkrir tenglar inn á síðu Landlæknisembættisins þar sem fjallað er um næringu

: https://www.landlaeknir.is/servlet/file/store93/item25582/Grundv%C3%B6llur%20r%C3%A1%C3%B0legginga%20um%20matar%C3%A6%C3%B0i%20og%20r%C3%A1%C3%B0lag%C3%B0ir%20dagskammtar%20n%C3%A6ringarefna_uppf%C3%A6rt.pdf

https://www.landlaeknir.is/servlet/file/store93/item25796/R%C3%A1%C3%B0leggingar%20um%20matar%C3%A6%C3%B0i_2017_LR.pdfv

https://www.landlaeknir.is/servlet/file/store93/item11432/Diskurinn_A4_hires.pdf

https://www.landlaeknir.is/servlet/file/store93/item32612/Naering_eldra_folk_vid_goda_heilsu.pdf

Ritstjórn mars 13, 2018 08:38