Kryddlegin lúða í forrétt

Kryddlegin lúða er einn besti forréttur sem hægt er að bjóða upp á. Fiskurinn matreiðist í sítrónu- og edikilegi og verður unaðslega bragðgóður. Snilldin er að hann er útbúinn daginn áður og látinn bíða í ísskáp. Svo er auðvitað líka hægt að útbúa eftirréttinn daginn áður líka. Þá er svo einfalt að útbúa aðalréttinn samdægurs en hann er yfirleitt mesta fyrirhöfin og þarf oftast að vera heitur.

500 g smálúðuflök, má vera ýsa eða þorskur en lúðan er best

safi úr 2 sítrónum

1 msk. sjávarsalt

1 msk. sykur

Skerið fiskinn í litla teninga. Blandið sítrónusafa, salti og sykri saman og hærið. Leggið fiskinn í löginn og látið standi í ísskáp yfir nótt eða í 8- 10 klst.

Kryddlögur:

4 tómatar

1 græn paprika

10 svartar ólífur, niðursneiddar

4 msk. matarolía

2 msk. hvítvínsedik (hvítt balsamedik)

4-5 dropar tabasco sósa

1 tsk. origano, þurrkað

2 msk. söxuð, fersk steinselja.

Blandið öllu saman í skál. Látið sítrónulöginn leka af fiskinum og setjið hann út í kryddlöginn og þá er rétturinn tilbúinn! Geymið réttinn í ísskáp fram að framreiðslu. Berið fram með niðurskonu baguette brauði sem hefur verið ristað í ofni og hálfu hvítlauksrifi nuddað á sneiðarnar.

 

Ritstjórn febrúar 2, 2018 08:52