Ofurfyrirsæta á sjötugsaldri

Cindy Joseph var uppgvötuð fyrir fimmtán árum, þá var hún 49 ára.  Hún var að fara yfir götu Í New York þegar að útsendari módelskrifstofu kom auga á hana. Hann heillaðist og fékk hana í prufumyndatöku og þar með fór boltinn að rúlla. Hennar fyrsta auglýsingamyndataka var fyrir Dolce and Gabbana, síðan hefur hún setið fyrir á forsíðum helstu tískublaða, auk þess sem hún hefur setið fyrir í fjölda auglýsinga. Áður en fyrisætuferillinn hófst vann Cindy sem förðunarmeistari í  aldarfjórðung, hún er tveggja barna móðir. Auk þess að vera í fullri vinnu sem fyrirsæta í dag á Cindy eigið snyrtivörumerki.  Hér fyrir neðan má sjá Youtube myndband af henni.

 

 

 

 

 

Ritstjórn mars 12, 2015 16:31