Útvítt í sumar

Flott samsetning.

Flott samsetning.

Hver man ekki þá tíma þegar allar buxur voru útvíðar. Á áttunda áratugnum voru allir í útvíðu. Margar konur hafa raunar blendnar tilfinningar til útvíðra buxna en tískuspekúlantar segja að þær verði aðal trendið í sumar. Hvítar útvíðar verða þær heitustu.  Sumum finnst þessi tíska  góð tilbreyting frá þröngu skálmunum sem hafa tröllriðið öllu undanfarin misseri. Það besta við útvíðar buxur er að þær fara flestum konum vel. Lágvaxnar konur ættu þó að vera í hælum við sínar útvíðu buxur annars virðast þær enn minni. Þær sem vilja fela muffin toppinn  ættu að velja sér buxur sem ná hátt upp í mittið. Útvíðar buxur henta konum vel sem eru perulaga í laginu, þar sem víðar skálmarnar draga athyglina frá breiðum mjöðmum og lærum. Þær eru líka góðar fyrir konur með granna fætur. Möguleikarnir eru endalausir það er bara að máta og finna þær sem hentar hverri og einni.

Svona er líka hægt að gera.

Svo er hér stutt myndband frá tískubloggaranum Sidney Summer um hvernig hægt er að klæðast útvíðum buxum á einkar smekklegan hátt.

Ritstjórn apríl 26, 2016 10:51