Ömmur og afar til bjargar leikskólunum

Þórunn Sveinbjörnsdóttir

Þórunn Sveinbjörnsdóttir

Þór­unn H. Svein­björns­dótt­ir, formaður Fé­lags eldri borg­ara, seg­ir í samtali við Morgunblaðið að  það sé já­kvætt að Dag­ur B. Eggerts­son, borg­ar­stjóri Reykja­vík­ur, hafi talað fyr­ir því að fá eldri borg­ara til kennslu í leik­skól­um til að vinna á mik­illi mann­eklu. Þá seg­ist hún helst vilja að ald­urs­mörk á vinnu­markaðnum verði af­num­in

Dag­ur sagði á blaðamanna­fundi í Ráðhús­inu í gær að borg­ar­yf­ir­völd vildu leggja grunn til framtíðar, með því að snúa vörn í sókn í skóla­mál­um. Á fund­in­um var kynnt 10 liða aðferðaráætl­un í skóla- og leik­skóla­mál­um Reykja­vík­ur­borg­ar, en borg­ar­ráð samþykkti ein­róma 920 millj­ón króna viðbótar­fjárveit­ingu til skóla og leik­skóla í borg­inni. Þá segir orðrétt í blaðinu.

Það er eðli­leg­ur hlut­ur að leyfa fólki að vinna eft­ir sjö­tugt. Ég vil þó ganga lengra og skoraði í dag á þá að af­nema þessa reglu um sjö­tíu árin vegna þess að þetta er hrein og klár mis­mun­un. Það er ekki þannig víðast hvar í heim­in­um að það séu sett­ar regl­ur um það hvenær þú mátt vinna og hvenær ekki,“ seg­ir Þór­unn, en hún ræddi við Gylfa Arn­björns­son, for­seta ASÍ og Þor­stein Víg­lunds­son, fyrr­ver­andi fram­kvæmda­stjóra SA, um málið í dag.

Erfið staða leik­skól­anna í Reykja­vík og krafa borg­ar­yf­ir­valda um frek­ara aðhald í rekstri hef­ur verið mikið til umræðu að und­an­förnu. Marg­ir þess­ara skóla glíma nú við mikla mann­eklu og hafa sum­ir þeirra neyðst til að skerða þjón­ustu, m.a. með því að senda börn heim. Var þannig 71 stöðugildi á leik­skól­um Reykja­vík­ur­borg­ar ómannað við upp­haf þess­ar­ar viku, segir í Morgunblaðinu.

Eldri borg­ar­ar í dag eru vel fær­ir til vinnu. Það hef­ur orðið svo mik­il breyt­ing síðustu tíu til fimmtán árin á heilsu til að mynda, svo við styðjum þetta,“ seg­ir Þór­unn. Hún bæt­ir við að nóg sé af eldri borg­ur­um sem séu full­frísk­ir og topp­mann­eskj­ur í vinnu. „Sum­ir eru jafn­vel svo eft­ir­sótt­ir að það hef­ur nán­ast verið grátið þegar þeir hafa ætlað að hætta.“Þór­unn seg­ir Fé­lag eldri borg­ara hafa unnið að verk­efni með ASÍ og SA til að leita at­vinnu­tæki­færa fyr­ir eldri borg­ara, þar sem mörg­um langi að vinna ein­hvern hluta. „Það er auðvitað bara val fólks en þetta er þró­un­in sem er framund­an. Fólk verður svo bara að hafa sjálft vit á því að stíga til hliðar þegar eitt­hvað fer að bjáta á,“ seg­ir hún og bend­ir á að fjöl­marg­ir haldi áfram á vinnu­markaðnum eft­ir sjö­tugt. „Það eru um átta þúsund manns sem hafa ekki leitað til trygg­inga­stofn­un­ar og ekki er vitað hvort er í vinnu, en það er al­veg ljóst að ein­hver hluti þeirra er í vinnu.“

Þá seg­ist hún eiga erfitt með að skilja hvers vegna eldri borg­ur­um sé „hent út“ af vinnu­markaðnum, þegar aug­ljóst sé að það vanti fólk út í at­vinnu­lífið. „Það er fullt af fólki sem hef­ur verið í hluta­starfi því það fær ekki fulla vinnu, en get­ur auðveld­lega unnið.“

Þór­unn bend­ir á for­setafram­bjóðend­urna í Banda­ríkj­un­um, Hillary Cl­int­on og Don­ald Trump, sem eru 68 og 70 ára. „Ef þau verða for­set­ar veða þau 72 eða 74 ára þegar næsta kjör­tíma­bil byrj­ar og það seg­ir eng­inn neitt,“ seg­ir hún í viðtalinu. „Auk þess er fullt af mjög full­orðnu fólki í öld­unga­deild­inni. Heil­inn okk­ar hætt­ir ekk­ert að starfa þegar við verðum sjö­tug.“

Ritstjórn september 16, 2016 11:16