Allar skerðingar hyrfu og enginn undir framfærslumörkum

Haukur Arnþórsson

Meðallaun á Íslandi voru 667.000 krónur á mánuði á síðasta ári. Meðallaun eftirlaunafólks sem býr nánast í öðrum heimi, en þeir sem yngri eru og við allt annars konar skattkerfi, voru hins vegar 300.000 krónur á mánuði eða 45% af þeim launum sem eru talin meðallaun í landinu. Þetta eru meðaleftirlaun þeirra sem fengu tekjur sínar bæði frá lífeyrissjóðum og Tryggingastofnun ríkisins. Framfærslumörk með húsnæðiskostnaði voru talin 335.000 krónur á mánuði í fyrra en um helmingur eftirlaunafólks í landinu hefur heildartekjur undir þeim mörkum og um 75% eftirlaun undir þeim. Þetta kemur fram í gögnum sem Haukur Arnþórsson stjórnsýslufræðingur hefur tekið saman.

Mikil umræða hefur átt sér stað meðal eftirlaunafólks í landinu um eftirlaunin sem það fær, þegar það nær 67 ára aldri. Tekjuhæstu eftirlaunamennirnir fá yfir milljón á mánuði, en það eru einungis 10% þeirra sem fá svo háa upphæð greidda. Vinnuhópur á vegum velferðarráðherra er nú að skoða leiðir ti að hækka tekjur þeirra eftirlaunamanna sem verst eru settir. Formaður hans erHaukur Halldórsson, formaður Félags eldri borgara á Akureyri og stjórnarmaður í Landssambandi eldri borgara.

Haukur Arnþórsson segir að Það sé ákaflega erfitt í núverandi kerfi að bæta kjör þeirra sem verst eru settir, án þess að hækkunin nái einnig þeir þeirra sem eru betur settir. Þannig nýttust takmarkaðar fjárveitingar ríkisins ekki til þess að styðja þá verst settu eins og þyrfti. Hann er talsmaður þess að breyta kerfinu og grípa til ákveðinna aðgerða til að bæta kjör eftirlaunafólks. Það mætti hugsa sér að skattkerfi eldra fólks myndi síðan ganga yfir aðra í samfélaginu, til að mynda unga fólkið sem er á lægstu launum og lendir í jaðarsköttum með sínar vaxta- og barnabætur. En kerfið sem Haukur leggur til er mjög athyglisvert, en það myndi líta svona út:

  • Sérstakt tekjuskattskerfi fyrir aldraða, sem myndu greiða 42% í tekjuskatt.Persónuafsláttur yrði 168 þúsund krónur á mánuði og færi lækkandi með hækkandi tekjum.
  • Ónýttur persónuafsláttur yrði endurgreiddur, en það kæmi sér best fyrir þá sem eru á strípuðum bótum og þá sem eiga lífeyrsrétt undir 100 þúsund krónum á mánuði.
  • Allir fengju sömu upphæð ellilífeyris, 180 þúsund krónur á mánuði. Allar skerðingar hyrfu og eldra fólk nyti atvinnutekna og lífeyris frá lífeyrissjóðum og greiddi af þeim 42% skatt, en 20% skatt af eignatekjum. Haukur segir að þeir sem eru tekjuhæstir í hópi eftirlaunafólks fengju í raun einungis 40.000 krónur á mánuði í ellilífeyri, en sá sem er núna með 240 þúsund krónur, fengi sem samsvarar 345.000 krónur í tekjur í núverandi kerfi og þannig yrði enginn undir framfærslumörkum.
  • Ekkert frítekjumark.
  • Heimilisuppbótin haldi sér óbreytt og vasapeningar tvöfaldist.

Eitt helsta markmið þessa kerfis væri að afnema fátækt, þannig að allt eftirlaunafólk hafi rauntekjur sem svara til yfir 335 þúsund krónur á mánuði í núgildandi kerfi – sem er framfærsluviðmið félagsmálaráðuneytisins að viðbættum húsnæðiskostnaði. 15 milljón kr. aukið framlag myndi nýtast vel í svona kerfi og færi langt með að koma meðaltekjum aldraðra upp í meðaltal OECD ríkja. Þetta er einnig einföldun frá því kerfi sem nú er því Tryggingastofnun myndi aðeins greiða út, enn ekki skerða eða gera skattauppgjör vegna skerðinga.

Haukur setur einnig fram tölur um kostnað ríkissjóðs við þessar breytingar. Gert er ráð fyrir að hann sé 15 milljarðar króna, sem er um það bil það svigrúm sem fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar gefur. Að frádreginni staðgreiðslu er þetta nálægt 9 milljörðum króna og að teknu tilliti til veltuskatta um 7 milljarðar króna.

Ritstjórn júní 20, 2018 06:47