Tengdar greinar

„Ömmur rokka“

Kraftur kvenna eftir tíðahvörf

Dr. Lucinda Syces segir í grein á vef SixtyAndMe að konur vanmeti oft gildi lífs þeirra eftir tíðahvörf. „Ég hef stundað lækningar í yfir 40 ár og hef oft heyrt konur tala um lágt sjálfsmat þegar þessum aldri er náð,“ segir dr. Sykes. „Þá koma fullyrðingar eins og: ‚Besti hluti lífsins er liðinn‘ eða: ‚Mér finnst ég ekki tilheyra neins staðar‘ o.s.frv.“

Því miður virðist vera algengt að menning okkar líti framhjá mikilvægi kvenna sem komnar eru á miðjan aldur. En þróun mannsins sýnir okkur eitthvað allt annað. Í þúsundir ára voru konur eftir tíðahvörf helstu leikmenn í baráttunni fyrir lífi þjóðflokka þeirra.

Hér er það sem vísindin hafa sýnt fram á:

Tíðahvörfin sér á báti

Staðreyndin er sú að líf eftir tíðahvörf er mjög fátítt meðal dýrategunda. Sumar hvalategundir eru reyndar undanteking líkt og er um konur. Öll önnur dýr halda áfram að fæða af sér afkvæmi þar til skömmu fyrir dauða sinn. Sjimpansar í dýragörðum eiga sér til dæmis sögu um að hafa fætt afkvæmi allt til sextíu ára aldurs en drepast fljótlega eftir það.

Konur eignast aftur á móti sjaldan afkvæmi eftir 45–50 ára aldur, jafnvel þótt þær lifi heilbrigðar til áttræðs og þaðan af eldri.

Vísindamenn velta fyrir sér

Vísindamenn hafa lengi velt því fyrir sér af hverju náttúran skapaði konur til að lifa mun lengur en frjósemistímabil þeirra segði til um.

Þróunin stuðlar yfirleitt að því að genin sem sjá um fjölgun ráða. Einstaklingar sem fjölga sér koma genum sínum áfram til næstu kynslóðar. En líkami konu stöðvar æxlun hennar um miðjan aldur.

Hvað er það þá sem náttúran ætlast fyrir með þessari ráðstöfun? Er lífið eftir tíðahvörf þá svona merkilegt?

Ömmuáhrifin

Mannfræðingurinn Kristen Hawkes greindi frá því árið 1997 þegar hún bjó í eitt ár með Hadza-fólkinu í norðurhluta Tansaníu.

Hadza-fólkið var hirðingjar veiðimanna og færðu sig um set eftir árstíðum. Konur grófu eftir fæðu sem óx í jörðunni og tíndu ávexti af trjánum. Karlmenn stunduðu veiðiskap og söfnuðu hunangi.

Dr. Hawkes fann út að heilsa barna þessa fólks var mjög háð ömmunum. Mæðurnar voru gjarnan ófrískar eða að fæða ungbörn og gátu því ekki eins vel séð um eldri börn sín sem þurftu samt mikla umönnun.

Niðurstaða Dr. Hawkes var:

Duglegar og vel á sig komnar ömmur, oft á sjötugsaldri, tóku þá við. Það sem var sláandi var að þessar eldri konur vörðu meiri tíma í að draga björg í bú en yngri konurnar. Þar af leiðandi var þyngdaraukning og þroski ungviðisins háð ömmunum.

Fyrri rannsóknir höfðu sýnt fram á hlutverk karlkynsins við að sjá fyrir fjölskyldunum, en dr. Hawkes fann út að ömmurnar ættu stærri hlut en karlarnir.

Niðurstaðan var því þessi: „Ömmurnar skipta máli!“

Nýlegar rannsóknir hafa jafnframt sýnt fram á að börn, sem höfðu lifað og hrærst nálægt ömmum sínum, voru líklegri til að lifa af í erfiðum heimi.

Þýtt og staðfært af vef SixtyAndMe.

Ritstjórn júlí 11, 2022 07:00