Tengdar greinar

Örveruflóran þegar við eldumst og baráttan við öldrun?

Þegar við eldumst verða örverurnar í þörmum fábreyttari. Ráðandi bakteríutegundir verða líka fyrir breytingum. Þessar breytingar eru tengdar atriðum eins og spítalainnlögnum lyfjanotkun og breytingu á mataræði.

Trefjasnautt fæði getur komið á ójafnvægi á bakteríuflóruna. Sumar þessara breytinga geta líka tengst lífeðlisfræði öldrunar.

Með aldrinum geta líka orðið breytingar á ónæmiskerfinu sem leiða til viðvarandi bólguástands. Það getur svo haft áhrif á hvaða bakteríutegundir verða ríkjandi.

Með minni fjölbreytni bakteríutegunda í þörmum verður meira pláss fyrir slæmar bakteríur sem taka þar með völdin og geta valdið ýmsum sjúkdómum.

Heilsufar fólks er mjög mismunandi þegar árin færast yfir og þeim sem gæta sín ekki eru skilgreindir sem veikburða. Orsök veikleika er oft ekki krufin en nú er vitað að það eru sterk tengsl á milli bólguástands og virkjunar ónæmiskerfisins.

Veikburða fullorðnir einstaklingar eru með mun fábreyttari örverur í þörmum en þeir sem eru yngri og sterkari. Viðvarandi bólguástand leiðir til aukins veikleika og úr verður vítahringur sem erfitt getur reynst að ráða við.

Þess vegna geta afleiðingarnar verið þær að bakteríur sem vaxa í þörmunum verða meira sjúkdómsvaldandi og hættan á sýkingum eins og þvagfærasýkingum eða lungnabólgu verður raunveruleg.

Hvernig höldum við örveruflórunni heilbrigðri?

Við eigum enn eftir að læra mikið um bakteríurnar sem lifa í okkur. Þær sem lifa í saur okkar segja okkur til dæmis hvaða bakteríur eru mikilvægar fyrir heilsuna okkar.

Ríkjandi bakteríutegundir í þörmum okkar fer eftir því hvernig við nærum þær. Bakteríur fjölga sér á ógnarhraða og æxlunarhraði tiltekinnar tegundar baktería ræðst af því hvort æskileg fæða þeirra er tiltæk.

Að breyta úr kolvetnaríku fæði yfir í trefjaríkt getur breytt þarmaflórunni mjög hratt. Dæmi um trefjarík matvæli eru heilkorn, grænmeti, ávextir og belgjurtir.

Af hverju er grænmeti svona mikilvægt fyrir góða þarmaheilsu

Mikil grænmetisneysla hefur enn annan ávinning fyrir þarmaflóruna. Pólyfenól eru náttúruleg efni í pöntum sem geta aukið fjölda þessara heilsutengdu baktería. Góðu fréttirnar eru að þetta efni má líka finna í rauðvíni og dökku súkkulaði.

En það er eingöngu á allra síðustu árum sem við höfum náð að skilja mikilvægi örvera í þarmaflórunni og enn eigum við mikið ólært.

Að vinna gegn öldrun

Á sama tíma og ekki er til nein sérstök meðferð til að fjölga örverunum í þarmaflórunni í þeim tilgangi að vinna gegn öldrun er vitað að mataræði okkar gegnir þar lykilhlutverki. Með því að vanda til fæðuinntöku og gæta þess að fæðan sé rík af ferskum og næringarríkum innihaldsefnum getum við eignast trilljónir bandamanna í líki örvera í baráttunni við ótímabæra öldrun.

Þýðing af vef sixtyandme.com

 

 

Ritstjórn mars 8, 2022 07:00