Pelsinn kostaði jafn mikið og 11 úrvalskýr

Það taldist til tíðinda árið 1951 að einn af feldskerum Reykjavíkur lét sauma fyrir jólin dýrindis pels úr minnkaskinnum. Þetta var mikill gripur og dýrmætur, því útsöluverð hans var hvorki meira né minna en þrjátíu og þrjú þúsund krónur að því er segir í Öldinni okkar.

Höfðu margir hug á gripnum, og hefur sú, sem hreppti hann, vafalaust verið öfunduð. Til samanburðar má geta þess að með verði þessarar loðkápu hefði mátt kaupa álitlegan bústofn í sveit, ellefu úrvalskýr eða 130 lífær á bezta aldri.

 

Ritstjórn júní 11, 2014 17:17